Heildarkerfi á netinu fyrir bygginga- framkvæmdir, með öllum eyðublöðum sem til þarf og ítarlegum leiðbeiningum fyrir hvað þurfi að gera og muna eftir.

Byggingakerfi Hannars

Velkomin í BYGG-kerfið!

Velkomin á heimasíðu BYGG-kerfisins!

BYGG-kerfið er öflugt tölvukerfi á netinu fyrir þá sem standa í byggingarframkvæmdum. BYGG-kerfið er fyrir framkvæmdaraðila, hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og verktaka, til að vinna með og útfæra þá þætti sem þeir þurfa við byggingarframkvæmdir.

Kerfið er heildarkerfi sem leiðir notandann frá hugmynd til fullbúinnar byggingar skref fyrir skref. Notandinn flettir upp á leiðbeiningum í kerfinu um þau atriði sem hann þarf að hafa í huga, nær sér í þau gögn og eyðublöð sem hann þarf að nota og geymir þar þau gögn sem verða til við framkvæmdina og ástæða er til að geyma. Hvenær sem er og hvar sem notandi er staddur, getur hann flett upp í því verki sem hann er að vinna með og unnið í því það sem hann vill. Með BYGG-kerfinu er tryggt að unnið sé með rétt gögn og að allir vinni með sömu gögnin.

Notandinn fær aðgang að ítarlegum notkunarleiðbeiningum fyrir kerfið og myndböndum til leiðbeiningar mismunandi aðgerða í kerfinu.


Nákvæm lýsing á kerfinu er undir: Notkunarleiðbeiningar
Myndbönd sem lýsa notkun mismunandi aðgerða í kerfinu: Myndbönd