Byggingakerfi Hannars


Velkomin í BYGG-kerfið!

BYGG-kerfið er fyrir framkvæmdaraðila, hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og verktaka, til að vinna með og útfæra þá þætti sem þeir þurfa við byggingarframkvæmdir. Kerfið leiðir notandann frá hugmynd til fullbúinnar byggingar, skref fyrir skref.

Notandinn flettir upp á leiðbeiningum í kerfinu um þau atriði sem hann þarf að hafa í huga, nær í öll gögn, gæðakerfi og eyðublöð sem hann þarf að nota og geymir í kerfinu þau gögn sem verða til við framkvæmdina og ástæða er til að geyma. Hvenær sem er og hvar sem notandi er staddur, getur hann flett upp í verkinu og unnið í því. Með BYGG-kerfinu er tryggt að unnið sé með rétt gögn og að allir vinni með sömu gögnin.

Einnig býðst notendum að fá staðallinn ÍST 30 á rafrænu sniði, fyrir eina vinnustöð, án endurgjalds.

Nákvæm lýsing á kerfinu ásamt myndböndum er undir: Notkunarleiðbeiningar


Boðið er upp á fría reynsluáskrift að BYGG-kerfinu sem gildir í 30 daga.