Framvinduskýrslur

Framvindukýrslur 

Mikilvægt er að eftirlitsaðili verka fylgist náið með framvindu þeirra verka sem hann hefur eftirlit með, bæði kostnaðarlega og tímanlega.  Með notkun á framvinduskýrslum BYGG-kerfisins er komið í veg fyrir að verklok séu ekki umsömdum tíma og verkið kosti miklu meira en til stóð.

Stöðugt eru að koma upp slík mál, þar sem verk hefðu vafaust aldrei verið unnin, ef réttur tími og kostnaður við þau hefði legið fyrir í upphafi.  Ekki skal gert ráð fyrir því hér að verið sé að blekkja þann sem vill láta vinna verkið með því að áætla það ódýrara en raunhæft er og fljótunnara, þó að sá möguleiki sé auðvitað fyrir hendi.

Með vandaðri áætlanagerð er tekin ákvörðun á réttum forsendum og með virku eftirliti þar sem framvinduskýrslur gegna mikilvægu hlutverki, má grípa tímanlega í taumana og komast hjá tjóni vegna seinkunar á framkvæmdatíma og aukins kostnaðar (aukaverka).

Í framvinduskýrslunum er í texta gerð grein fyrir framvindu verksins á þeim tíma sem hver skýrsla er samnin, bætt við skýrsluna utanaðkomandi gögnum eftir þörfum svo sem gátlista byggingarstjóra, þar sem hann gerir grein fyrir stöðu einstakra þátta verksins. Þar er einnig yfirlit yfir greiðslur sem inntar hafa verið af hendi vegna verksins á þeim tíma, ásamt nýjasta verkuppgjöri þess sem er yfirlit yfir stöðu hvers verkþáttar verksins og hvaða þáttum er lokið og hverjir eru eftir.

 

Engin framúrkeyrsla á kostnaði eða á verktíma

Með framvinduskýrslunum er fylgst reglulega með kostnaði, verktíma o.fl. og því hægt að bregðast strax við ef kostnaður og verktími er að verða annar en stefnt var að. 

 

Hver er ávinningurinn af þessu ? 

    • Reglulegt eftirlit með kostnaði við verk – tryggir að ekki sé stofnað til aukaverka nema í samráði við verkkaupa.
    • Reglulegt eftirlit með kostnaði við verk – tryggir að heildarkostnaður við verkið verði ekki meiri en að var stefnt.
    • Reglulegt eftirlit með verktíma verka – tryggir að gripið sé til aðgerða strax og í ljós kemur að stefni í að verktíminn sé ekki að standast.
    • Reglulegt eftirlit með verktíma verka – tryggir að verki sé skilað fullbúnu á umsömdum tíma.
    • Fylgst með greiðslum á hverjum tíma og hvað er eftir að greiða vegna verksins.
    • Fylgst með hvaða verkþáttum er lokið á hverjum tíma (gátlistar). 

 

Í verklok eru allar framvinduskýrslur til staðar í kerfinu og má fletta þeim þar upp þegar á þarf að halda og skoða framgang verksins samkvæmt þeim.

Nánari upplýsingar um kerfið eru á heimasíðu Hannarrs ehf www.hannarr.com undir valhnappnum Tölvukerfi.