Hvað er BYGG-appið ?
BYGG-appið aðstoðar þig við ástandsskoðun á húsum að utan og innan. BYGG-appið áætlar kostnað við að laga það sem laga þarf og prentar út ástandsskoðanir, viðhaldsáætlanir og þau gögn sem þarf við ákvarðanir og samninga um framkvæmdina.
Öllu sem lýst er hér á eftir er unnið í símanum, þ.e. í BYGG-appinu og er aðgangur að appinu og greiðsla fyrir ákveðinn notkunartíma þess ákveðinn og afgreiddur við pöntun. Val er um einn, tvo eða þrjá mánuði og lokast sjálfkrafa á aðganginn að tímanum liðnum.
Fjórði möguleikinn er að fá aðgang að Viðhaldskerfinu með öllu því sem það býður upp á og er þá greitt fyrir heilt ár við pöntun og í lok þess tíma fær notandinn reikning fyrir næsta ár og síðan árlega. Lesa má nánar um Viðhaldskerfið á heimasíðu Hannarrs Viðhaldskerfi fasteigna undir Tölvukerfi.
Hvaða áskriftir eru í boði?
Boðið er upp á 1, 2 og 3 mánaða og fría mánaðar prufuáskrift að appinu sem hægt er að fá í Play Store fyrir Android og einnig í iPhone, skráning fyrir iPhone notendur er hér.
Það sem appið gerir
- Appið leggur til þá verkþætti sem er líklegt að þú munir velja til viðhalds.
- Appið sýnir þér nánar hvaða verkþættir eru í hverjum viðhaldsþætti.
- Appið veitir þér aðgang að byggingarverðskrá BYGG-kerfisins til að útbúa kostnaðaráætlanir.
- Appið býður þér upp á að breyta texta og verðum verkþátta og bæta við nýjum verkþáttum eftir þínu höfði.
- Appið lætur verklýsingar fylgja öllum völdum verkþáttum úr BYGG-kerfinu.
- Appið prentar ástandsskoðunina þína með athugasemdum og myndum.
- Appið reiknar verktakahluta út frá skráðum verkþáttum og magni þeirra.
- Appið útbýr heildar viðhaldsáætlun með því að bæta við umsjónar- óvissu- og eftirlitsþáttum.
- Appið prentar út verktakahluta áætlunarinnar.
- Appið prentar út heildar viðhaldsáætlun.
- Appið prentar fyrir þig verklýsingu hvers verkþáttar.
- Appið prentar út útboðsform verksins (magntöluskrá).
- Appið veitir þér aðgang að byggingarverðskrá BYGG-kerfisins til kostnaðaráætlana.
- Appið býður þér upp á að breyta texta og verðum verkþátta og bæta við nýjum verkþáttum eftir þínu höfði.
- Appið lætur verklýsingar fylgja öllum völdum verkþáttum úr BYGG-kerfinu.
- Appið reiknar og prentar út kostnaðaráætlun þína.
- Appið bætir við umsjónar- óvissu- og eftirlitsþáttum.
- Appið prentar út heildar kostnaðaráætlun.
- Appið prentar út verktakahluta áætlunarinnar.
- Appið prentar fyrir þig verklýsingu hvers verkþáttar.
- Appið prentar út útboðsform verksins (magntöluskrá).
Það sem þú gerir
Viðhald
- Gefur áætluninni nafn.
- Ferð yfir viðhaldsþættina og hakar við afgreiðslu þeirra (Yfirfarið, með eða án athugasemda).
- Gerir athugasemd við viðhaldsþættina sem þurfa viðhalds við.
- Tekur myndir með appinu af þeim viðhaldsþáttum.
- Færir inn magn þeirra verkþátta og yfirferð verklýsingar.
- Bætir við verkþáttum eftir þörfum úr byggingarverðskrá eða nýjum sem þú stofnar sjálf/ur oh magnsetur. Nýja verkþætti verðleggur þú, magnsetur og myndar og útbýrð verklýsingu þeirra ef þörf er á því.
Nýsmíði
- Gefur áætluninni nafn.
- Velur Flokka og verkþætti úr Byggingarverðskrá Hannarrs.
- Færir inn magn verkþátta og yfirferð meðfylgjandi verklýsingar.
- Bætir við verkþáttum eftir þörfum sem þú stofnar sjálf/ur, verðleggur þá og magnsetur og útbýrð verklýsingu þeirra ef þörf er á því.
Eins og sést á því sem kemur fram hér á undan vinnur BYGG-appið með Viðhaldskerfinu og BYGG-kerfinu með því að nota sömu byggingarverðskrá við sína kostnaðarútreikninga og þau kerfi við útprentun á gögnum.
Sá sem notar appið gerist ekki áskrifandi að því, heldur greiðir hann fyrir aðgang að því í einn, tvo eða þrjá mánuði. Á þeim tíma vinnur hann sína ástandsskoðun sem getur verið ástandsskoðun og viðhaldsáætlun utanhúss eða innanhúss og hefur í seinna tilvikinu val um íbúðarhús eða atvinnuhúsnæði. Hann útfærir allar sínar skráningar og alla útreikninga í appinu.
Telji hann sig þurfa lengri tíma, vilji gera langtímaviðhaldsáætlanir eða halda utan um aðgengilegar upplýsingar um viðhald hússins þá getur hann einnig pantað áskrift að Viðhaldskerfinu. Í því kerfi vistast gögn hans til frambúðar og hann fær þá BYGG-appið með því kerfi sem uppbót, sem er aðlagað að vinnslunni í Viðhaldskerfinu.
Skoðunarmaður skoðar ástand hússins, skráir athugasemdir við þá þætti sem hann metur að þurfi viðhalds við, myndar þá og magnsetur eftir þörfum. Appið skilar honum þá skýrslu yfir ástand hússins og kostnaðaráætlun yfir að laga skráða þætti ofl.