Verkuppgjör

Þú færir einfaldlega færir verkið inn í verkuppgjörsformið og færast þá inn allir liðir verksins og kaflar í einu lagi.  Einnig má taka verk inn í kerfið á einfaldan hátt frá excelskrám, í heilu lagi eða færa verkið inn í kerfið lið fyrir lið.  

Við uppgjör er fært inn magn þeirra verkliða sem á að reikningsfæra í það skiptið og reiknar kerfið þá út upphæð hvers liðar í krónum og upphæð reikningsins í heild.  Einnig hvað er búið að reikningsfæra af hverjum verklið í magni og upphæð og hvað er eftir.  Næsta uppgjör tekur síðan við af því síðasta á undan og flyst staða verksins sjálfkrafa yfir á það uppgjör og þannig koll af kolli þar til búið er að reikningsfæra alla liði verksins.