Notkunarleiðbeiningar fyrir BYGG-appið

AÐ NÁ Í BYGG-APPIÐ OG HLAÐA ÞVÍ INN Í SÍMANN

Það er auðvitað fyrsta skrefið, en er bara gert einu sinni. Það er gert þannig:

Android: Þú ferð inn í „Play Store“ á símanum þínum, smellir á innsláttarboxið (eða leitarboxið/gluggann) merkt „Google Play“. Þar færirðu inn nafnið BYGG-appið og velur efsta möguleikann, smellir á Install eða Setja upp. Þegar appið hefur hlaðist niður er það tilbúið til notkunar.

IOS: Þú ferð inn í App Store á símanum þínum, smellir á stækkunarglerið til að leita og þar færir þú inn nafnið BYGG-appið. Velur síðan efsta liðinn og smellir þar á „Get“ til að hlaða appinu niður og þegar því er lokið er það tilbúið til notkunar.

Við fyrstu notkun velur notandinn Í báðum tilvikum að stofna „Reikning“ og velja gildistíma notkunar, sem getur verið 1, 2 eða 3 mánuðir. Einnig getur hann valið áskrift að Viðhaldskerfinu og fer þá inn í áskriftarform Hannarrs (Verðskrá/pöntunarform). Þegar notandinn velur gildistímann þá fær hann upp form þar sem hann færir inn kortaupplýsingar sínar, sjá mynd.

AÐ SKRÁ SIG INN Í BYGG-APPIÐ
Eftir að búið er að ná í og setja upp appið í símann þá er farið inn í appið með því að velja appmerkið „BYGG-appið“ í símanum. Þar með ertu komin/n inn í Innskráningarsíðu appsins þar sem þú skráir inn notendanafn þitt og lykilorð.

Notendnafnið á að vera tölvupóstfang þitt en lykililorðið ákveður þú sjálf/ur. Það verður þó að vera nminnst sex tákn og með stórum og litlum bókstöfum, einum tölustaf og einu tákni (dæmi: #,!,&).

Skrá nafn (þitt eða fyrirtækisins) og heimilisfang hússins sem áætlunin á að ná til og skráir þig inn með notendanafni þínu og lykilorði.

AÐ VINNA Í BYGG-APPINU
Ef þú ætlar að búa til nýja ástandskoðun/áætlun þá velur þú merkið „Nýskrá“, og verður þá til ný áætlun og kemur upp skjár sem sýnir þrjá möguleika til að gera ástandsskoðun og viðhaldsáætlun. Þ.e. ástandsskoðun utanhúss, ástandsskoðun innanhúss fyrir íbúðarhús eða ástandsskoðun innanhúss fyrir atvinnuhúsnæði.

Þú velur þá gerð sem við á, gefur henni nafn og færð þá upp form til skráningar á ástandi hússins, með tillögum að viðhalds- og verkþáttum fyrir ástandsskoðunina og til notkunar við gerð kostnaðaráætlunar fyrir áætlað viðhald.

Ef þú ætlar að vinna í áður gerðri áætlun þá velur þú hana á skjánum þar sem nafn hennar kemur fram og vinnur í henni eða gerir annað við hana sem þú ákveður og lýst er hér á eftir.

Ef þú vilt eyða áður gerðri áætlun þá smellirðu á nafn hennar lengst til hægri og dregur til vinstri og staðfestir síðan að eyða skuli áætluninni.

Ef notandi vill fara út úr áætlun sem hann er að vinna í án þess að eyða henni þá velur hann örina til baka (aðra hvora).

Við gerð nýrrar áætlunar velur þú skipunina „Nýr gátlisti“, gefur gátlistanum (áætluninni) nafn og staðfestir það. Skoðar síðan hvaða tillögur kerfið gerir um viðhalds- og verkþætti úr verðskrá, með því að smella á nafn viðhaldsþáttanna.

Ef verkþættir sem appið leggur til á ekki við, t.d. að efni er annað, þá eyðir þú viðhaldsþættinum með því að velja skipunina „Fjarlægja lið“. Skipunin birtist ef smellt er á punktana þrjá efst í hægra horni skjásins. Við það fjalægast þeir verkþættir sem eru í viðhaldsþættinum, sem oft eru fleiri en einn.

Til að velja aðra verkþætti í staðinn, eða til að bæta við nýjum, er valin skipunin „Bæta við lið“ sem er neðst í þeim kafla sem verið er að vinna í og birtist þá aðgangur að Byggingarverðskrá Hannarrs.

Byrja má á því að gefa viðhaldsþættinum heiti, en ef það er ekki gert þá fylgir verkþættinum heiti verkþáttarins úr verðskránni. Þar næst er flett upp í verðskránni til að finna rétta verkþáttinn og er það gert með því að velja:
Flokk (Dæmi: „Frágangur utanhúss“)
Kafla: (Dæmi: „Múrverk utanhúss“)
Undirkafla: (Dæmi: „Múrviðgerðir á lóðréttum flötum“)
Magntölulið: (Dæmi: „07.01.73.01 Múrviðgerðir á lóðréttum flötum, 1-5 cm“)

Næst er smellt á nafn nýja viðhaldsþáttarins og magn hans fært inn á sama hátt og lýst er hér á undan, færðar inn athugasemdir við viðhaldsþáttinn og teknar og vistaðar myndir af honum, sem síðan birtast í ástandsskýrslunni og í viðhaldsáætluninni.

Ef þörf er á verkpöllum við verkið þarf að bæta þeim við (appið gerir ekki tillögu um þá), en það er gert á sama hátt og lýst er hér á undan. Verkpallana er að finna í Almenna flokknum í Byggingarverðskrá Hannarrs.

Með hverjum verkþætti úr byggingarverðskránni fylgir verklýsing og er víða einnig almenn verklýsing sem gildir fyrir alla liði í viðkomandi kafla áætlunarinnar.

Verklýsingarnar eru kallaðar fram með því að velja „Útbúa kostnaðaráætlun“ og þar „Verklýsingar“ Þar má vinna með þær, aðlagað þær að verkinu sem áætlunin nær til og bæta við verklýsingum fyrir þá verkþætti sem notandinn hefur sjálfur bætt við, ef um það er að ræða.

AÐ PRENTA ÚT ÁSTANDSSKOÐANIR OG KOSTNAÐARÁÆTLANIR

Áður en kostnaðaráætlun er prentuð út má skoða yfirlit yfir hvaða þættir eru í áætluninni, magn hvers þeirra og verð. Heildarverðið sést efst á skjánum og svo er flett upp í hverjum flokki til að skoða einstaka verkþætti.

Að þessu gerðu er ástandsskoðunin og kostnaðaráætlunin prentuð út. Smellt er á punktana þrjá efst t.h. á skjánum og opnast þá gluggi þar sem val er um eftirfarandi:

Ástandsskoðunin er prentuð með athugasemdum og myndum

Heildarkostnaðaráætlunin er prentuð með viðbót vegna umsjónar- óvissu- og eftirlitsþátta.

Kostnaðaráætlun verktakahlutans er prentuð.

Verklýsingar eru kallaðar fram á skjá og prentaðar út sem PDF-skjal. Þar sem skjár símans er lítill þá getur notandinn halað niður verklýsingunum sem word skjal, sjá skipunn þar um og einnig má senda þær í tölvupósti til uppfærslu í tölvu (Word).

Útboðsform verksins er prentuð út (Magntöluskrá).

Þegar heildarkostnaðaráætlun er prentuð út þá er appið búið að áætla og bæta við kostnaðarliðum sem ekki eru skráðir og koma fram í almenna flokknum. Þetta er verkumsjón, eftirlit og ófyrirséður kostnaður. Þegar verktakahlutinn er prentaður út þá er þessum viðbótarliðum sleppt, enda tilheyra þeir ekki væntanlegum samningi við verktaka.

Að þessu gerðu er notandinn kominn með gögn sem segja honum hvað hann þurfi að gera til að viðhald hússins sé eins og hann telur að það eigi að vera og hvað það muni kosta. Allt er þetta gert með símanum einum, án þess að opna tölvuna.

Næsta skref er að finna traustan og góðan verktaka sem skilar góðu verki á réttum tíma. Það má gera með útboði eða með leit á annan hátt. Fyrir liggja magntölur og verklýsingar ásamt skýringum og myndum sem segja til um hvers konar verk þetta er og hvert umfang þess er.

Það sem vantar eru Verkskilmálar og Samningsform, frágangur samnings og eftirlit með framkvæmdunum.

Ef þú ákveður að nota Viðhaldskerfi Hannarrs þá færðu þessa viðbót þar nema samningsgerðina og eftirlitið. Þú færð þá einnig allt annað sem viðhaldskerfið býður upp á svo sem langtímaviðhaldsáætlun hússins með áætlun áratugi fram í tímann (allt að 80 árum), vistun viðhaldssögu og upplýsinga um viðhaldið til síðari nota, form til að halda utan um rekstur hússins, fundargerðir ofl.