Myndir í appi

Að senda myndir og myndbönd inn í kerfið með farsímaappi BYGG-kerfisins.

Oft er þægilegt að geta tekið myndir við á staðnum, við skoðun eða framkvæmdir. Nú getur þú sem notandi BYGG-kerfisins gert það og sent myndirnar beint inn í kerfið.

Þú nærð þér í app sem Hannarr ehf hefur látið hanna í þessum tilgangi, hleður því inn í símann þinn og þar með getur þú tekið myndir og myndir á símann og hlaðið þeim inn í það verk í BYGG-kerfinu sem þú ert að vinna með.

1. AÐ HLAÐA NIÐUR APPINU (ANDROID):

Þú ferð inn í „Play Store“ á símanum þínum, smellir í innsláttarboxið (eða leitarboxið/gluggann) merkt „Google Play“. Þar færirðu inn nafnið BYGG-kerfi (sleppa ð-inu) og þá velurðu efsta möguleikann, smellir á Install eða Setja upp. Þegar appið hefur hlaðist niður er það tilbúið til notkunar.

2. AÐ NOTA APPIÐ

Nú geturðu opnað appið og ferð þá inn á Innskráningarsíðu þar sem þú skráir inn þitt notendanafn og lykilorð.

Þá færðu upp síðu með lista yfir þau verk sem hafa verið skráð í BYGG-kerfi notanda og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn á síðu sem sýnir aðgang að kaflanum Myndir en einnig að gátlistum og listum ástandsskoðunar. Þú velur þarna kaflann Myndir í BYGG-kerfinu, en í þeim kafla eru myndbönd verksins einnig vistuð.

Þú velur nú skipunin „Hlaða inn mynd“ og er boðið er upp á að taka mynd, ná í mynd sem er þegar til í símanum, staðfestir valið og er myndin þá komin inn í verkið í BYGG-kerfinu.

Að senda myndband inn í kerfið er gert á sama hátt, nema þá er valin skipunin “Hlaða inn Myndbandi” í stað Myndar.

Hver er ávinningurinn af þessu ?

  • Síminn er alltaf í vasanum, tiltækur og handhægur að grípa til.
  • Sparar vinnu við innfærslu mynda þar sem því er lokið með appinu.
  • Ekki gleymist að setja inn myndir sem skipta máli í verkum.
  • Auðveldar samskipti þar sem myndirnar/myndböndin vistast beint í verkinu og má skoða þar og ræða strax af þeim sem hafa aðgang að BYGG-kerfinu.