Hönnun

Þú heldur utan um hönnunina í BYGG-kerfinu

Ábending

Teikningar hússins eru vistaðar í BGG-kerfinu, tillögur á undirbúningsstigi, til yfirferðar fyrir eiganda og hönnunarstjóra, samþykktar teikningar, sem um leið eru hluti samnings við verktaka um framkvæmirnar og teikningar sem breytt hefur verið á framkvæmdartíma.

Í kerfinu eru gæðakerfi fyrir hönnuði og hönnunarstjóra, samningseyðublöð fyrir þessa aðila, gátlistar og þar eru skráðar fundargerðir aðila á hönnunarstigi. Teiknikerfi þarf hönnuðurinn að leggja til.

Þú getur unnið með og geymt öll þín gögn í BYGG-kerfinu, sem snerta hönnunina.

Hvert verk er sjálfstætt þannig að öll gögn sem þú vinnur í kerfinu undir heiti verksins verða þar og eru ekki á öðrum stað í kerfinu. Gögnin hafa engin áhrif á gögn annarra verka í BYGG-kerfinu. Utanaðkomandi gögn sem eru í tölvutæku formi og snerta verkið eru líka geymd í kerfinu.

Hver er ávinningurinn af þessu ?

  • Öll hönnunargögnin á sama stað – sparar leit og tryggir að ætíð sé verið að vinna með nýjustu gögnin.
  • Hönnunarstjóri hefur ætíð aðgang að hönnunargögnum allra hönnuða – auðveldar honum yfirferð gagna og flýtir fyrir.
  • Tryggir að verið sé að fjalla um réttar teikningar – tryggir t.d. í samskiptum við verktaka að þá sé gegnið út frá samningsteikningum annars vegar og breyttum teikningum hins vegar.
  • Gögnin öll og ætíð aðgengileg hvar sem viðkomandi er staddur, þar sem er netaðgangur.
  • Notandi veitir völdum aðilum aðgangur að þeim gögnum sem hann ákveður – fullan aðgang, lesaðgang eða engan aðgang.
  • Ætíð unnið með rétt gögn – allir vinna með sömu gögnin.
  • Engin hætta á að gögn glatist – reglulega afrituð hjá vistunaraðila kerfisins.
  • Hægt er að vista utanaðkomandi gögn í kerfinu – tryggir að öll gögn verksins séu í kerfinu sem máli skipta.
  • BYGG-kerfið vinnur með öðrum kerfum – t.d. má færa magntöluskrár og verkuppgjör úr og í Excelform.
  • Í verklok eru öll gögnin til staðar í kerfinu, ef það hefur verið notað að fullu og þú getur gengið þar að þeim þegar þú þarft á þeim að halda. Þau enda bæði sem lögbundin Handbók hússins og sem grunnur að gögnum í viðhaldskerfi hússins.

Nánari upplýsingar um kerfið eru á heimasíðu Hannarrs ehf. www.hannarr.com undir valhnappnum Tölvukerfi.