Kostnaðaráætlun

Kostnaðaráætlun eða tilboðsgerð með BYGG-kerfinu

Ábending
Þetta er mest notaða kerfið í BYGG-kerfinu og býður það upp á kostnaðaráætlanir vegna byggingarframkvæmda, tilboðsgerð og/eða útboðsgerð. Verklýsingar fylgja í öllum tilvikum fyrir þá þætti sem eru valdir.

Kostnaðaráætlun
Margir velja að vinna út frá staðlaðri kostnaðaráætlun í byrjun til að átta sig á stærðargráðu þess verks sem þeir eru með í huga og vinna síðan áfram með áætlunina og aðlaga hana því húsi sem þeir ákveða að byggja. Með þessu þá fá þeir strax stærðargráðu byggingarkostnaðarins og geta aðlagað það sínum hugmyndum um kostnað (stærð/gerð). Samtímis fær notandinn í hendur áætlun sem inniheldur alla þá þætti sem venjulega koma fyrir í húsinu sem hann er með í huga og gleymir þá engu.

Tilboðsgerð
Tilboð Hannarrs ehf hafa verið 1,7% undir kostnaðaráætlun að meðaltali í öllum þeim verkum sem fyrirtækið hefur reiknað og fengið vitneskju um niðurstöður tilboðanna. Lægstu tilboð annarra voru 16,4% undir kostnaðaráætlun að meðaltali. Afkoma verka Hannarrs fyrirtækjanna var þannig 18% betri en þeirra lægstu að meðaltali. Ef gengið er út frá verki upp á 100 miljónir kr. þá hefði verk Hannarrs skilað 18 miljónum kr. meira í kassann en hinna sem voru lægstir. Og það þó að tilboð Hannarrs hafi bara verið 1,7% undir kostnaðaráætlun verkanna.

Útboðsgerð
Tilboðsskrá og verklýsingar eru unnar á þessum stað, sem felur í sér að gögnin eru útbúin með verkþáttum og einingum verksins og magni hvers verkþáttar, en án verða. Hverjum verkþætti fylgir viðkomandi verklýsing.

Hver er ávinningurinn af þessu?

  • Hagkvæm og örugg útreikningsaðferð (kostnaðaráætlun) – mjög fullkomið kerfi á netinu sem er einfalt í notkun en um leið mjög fullkomið.
  • Raunhæft mat á byggingarkostnaði – vitað hvað húsið muni kosta.
  • Ódýr vitneskja – aðgangur að stöðugt uppfærðum einingarverðum hjá Hannarr ehf. er ódýr aðferð við að afla þeirrar vitneskju.
  • Rétt mat á hverju þarf að reikna með – byggt á áratuga reynslu og þekkingar á stöðugri þróun byggingaraðferða og efna.
  • Auknar líkur á að ná verkum (tilboð) – sparar vinnu og kostnað við tilboðsgerð.
  • Trygging þess að tilboð séu ekki of lág – kemur í veg fyrir tap á vekum.
  • Eykur hagnað af tilboðsverkum.
  • Sparnaður með útboði (útboð) – reynslan segir að lægstu tilboð séu að jafnaði um 18% lægri en kostnaðaráætlanir og meðaltal tilboða.

< Til baka í yfirlit