Samningar

 

Samningar

Þessi kafli, Samningar, inniheldur þau gögn sem þarf til að undirbúa og gera samninga um framkvæmd verksins.  Hér eru t.d. gögn sem þarf til að bjóða út verk, útboðsform, verklýsingar, magntölur og teikningar, form og eyðublöð sem á þarf að halda, verkáætlanir, gæðakeri verktaka, öryggishandbækur o.fl.

Samningskaflinn skiptist í ellefu kafla, sem eru:

2.1 Útboðs- og verkskilmálar
2.2 Verklýsingar
2.3 Magntölur
2.4 Teikningar og önnur hönnunargögn
2.5 Vottanir, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini
2.6 Verkáætlun
2.7 Verksamningar
2.8 Verktrygging
2.9 Gæðakerfi verktaka
2.10 Öryggishandbókin
2.11 Annað

Hver þessara kafla inniheldur undirkafla sem eru mismargir.  Hér verða þeir taldir upp og gerð grein fyrir innihaldi hvers þeirra og notkun.


2.1 Útboðs- og verkskilmálar:

Þessi kafli inniheldur:2.01.1 Útboðs- og verkskilmálar

– Leiðbeiningar fyrir gerð útboðs- og verkskilmála
– Staðlaða útboðs- og verkskilmála
– Gögn, autt form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

Útboðs- og verkskilmálar þessir eru til hagræðingar fyrir notendur BYGG-kerfisins þegar þeir bjóða út eða semja um verk.  Annarsvegar getur notandinn breytt forminu að vissu marki og fyllt í þá reiti sem til þess eru gerðir.  Hins vegar getur hann breytt öllum liðum í skilmálunum.  Þannig setur hann upp útboðs- og verkskilmála fyrir það verk sem um ræðir, hvort sem hann ætlar að bjóða verkið ú,t eða semja um það. Um er að ræða staðlað form og breytingar frá því eru oftast litlar.  Notandinn getur hins vegar einnig gert miklar breytingar á gögnum þessum ef notandinn ákveður það.  Þegar endanlegir útboðs- og verkskilmálar liggja fyrir, þá eru þeir vistaðir á svæðinu Gögn í PDF-formi og verður þeim þá ekki breytt eftir það.

Ef notandinn vill nota utanaðkomandi útboðs- og verkskilmála eða önnur gögn sem tilheyra útboðsliðnum þá vistar hann þau í undirkaflanum Gögn.

Notandinn getur opnað á aðgang að Útboðskaflanum og má þannig hafa opið fyrir bjóðendur að útboðs- og verkskilmálum þegar verk er boðið út og einning fyrir verktaka eftir samning.

Heildar útboðsgögn útbúin í BYGG-kerfinu:

Útboðsgögn eru unnin á ýmsum stöðum í BYGG-kerfinu, hver þáttur í viðkomandi kafla. Þannig eru útboðs- og verkskilmálar unnir í kafla 2.1, Verklýsingar í kafla 1.3 o.s.frv.

Hægt er að prenta þessi gögn út frá þessum köflum hvert og eitt þeirra eða vista þau sem PDF skjöl og safna þeim síðan saman í eina heild sem útboðsgögnum eða samningsgögnum viðkomandi verks. Til að auðvelda mönnum þessa vinnu þá er í BYGG-kerfinu einnig boðið upp á að safna þessum gögnum saman í heildarútboðs- eða samningsgögn í kafla 2.1 Útboðsgögn. Það má gera þegar gögn þessi eru tilbúin, hvert á sínum stað og er gert með því að velja annað hvort PDF merkið í hausnum og síðan skipunin „Útboðsgögn – heild“. Þá birtist valmyndin sem sést hér t.h. og er þar boðið upp á að velja inn þau gögn í heildarútboðsgögnin sem venjulega geta komið fyrir í slíkum heildarútboðs- eða samningsgögnum.

Notandinn ákveður hvað af þessu hann velur, en gögnin verða auðvitað að vera til og tilbúin, hvert í sínum kafla og vera í PDF formi.

Í öllum tilvikum nema einu eru gögn viðkomandi liðar valin úr kafla með sama nafni og númeri. Þar af eru öll nema tvö valin úr undirkaflanum Gögn í viðkomandi kafla, nema í tveimur tilvikum.

Þessar þrjár undantekningar eru eftirfarandi:

2.01.2 Útboðs- og verkskilmálar - heild

2.4 Teikningar

Gögn sótt í kafla “2.4 Teikninga”

3.8 Verkuppgjörsform

Gögn sótt í undirkaflann Gögn í kafla “3.8 Verkuppgjör”. Sjá nánari skýringar þar á því hvernig „Verkuppgjörsform án verða“ verður til.

2.11 Myndir og önnur gögn

Gögn sótt í kafla 2.11 Annað

Í öllum tilvikum nema tveimur er bara hægt að velja eitt skjal við hvert val. Undantekningarnar eru "2.4 Teikningar", en þær eru oftast margar, ásamt fylgiskjölum og "2.11 Myndir og önnur gögn" þar sem bæta má við myndum og öðrum gögnum sem talin eru æskileg sem hluti útboðsgagna viðkomandi verks.

Eins og sjá má á þessari lýsingu þá er eina krafan til gagnanna sú að þau séu í PDF formi, sem þýðir að hafi einhver þeirra verið unnin utan BYGG-kerfisins má setja þau inn í kerfið á þann stað þar sem ná má í þau við gerð heildarútboðsgagna og er lýst hér á undan og nota þau í staðinn.



2.2 Verklýsingar:
Þessi liður inniheldur:2.02.1 Verklýsingar - gögn
    • Leiðbeiningar fyrir gerð verklýsinga
    • Gögn, form fyrir vistun verklýsinga og annarra gagna sem tilheyra kaflanum

Verklýsingar þarf að útbúa þegar verk er boðið út og reyndar einnig ef samið er um verk án útboðs. Þetta svæði er ætlað notendum BYGG-kerfisins fyrir slíkar verklýsingar. Verklýsingarnar eru unnar í kafla 1.3 Nákvæmar kostnaðaráætlanir, tilboð og útboð og vistaðar með skipun sem þar er, inn í þennan kafla (2.2).   Verklýsingar skulu helst vera í PDF formi þar sem þær eru hluti af samningi milli verkkaupa og verktaka um framkvæmd verksins og þeim má ekki breyta eftir að samið hefur verið um verkið.

Verklýsingarnar eru lýsingar á einstökum verkþáttum, hvernig skuli vinna þá, hvaða kröfur eru gerðar til efnis- og vinnugæða, hvernig skuli reikna magn o.s.frv. Þetta er nauðsyn ef verk er boðið út en á einnig við ef samningar eru gerðir án útboðs.

Verklýsing gildir fyrir það verk sem hún fylgir og vísar í. Hún gildir, óháð því hver vinnur verkið, með þeim viðbótum og breytingum, sem gerðar kunna að vera á verkinu í samræmi við skilmála verksins. Góð verklýsing á ætíð að lýsa sambærilegum verkum á sama hátt, þó að um mismunandi verk sé að ræða. Hún á að auðvelda gerð útboðsgagna og tryggja að sambærilegar kröfur séu gerðar frá einu verki til annars. Einnig á hún að létta bjóðendum tilboðsgerð sína með því að vera í aðalatriðum í samræmi við hefðbundið og viðurkennt verklag við önnur samskonar eða hliðstæð verk.

Gögn þau sem sett eru hér inn má hlaða inn sem texta, PDF-skjöl eða myndir og prenta síðan út, allt eins og lýst er hér á undan. Opna má lesaðgang að verklýsingunum, fyrir bjóðendum, verktökum sem samið hefur verið við, eða öðrum sem þurfa að geta flett upp á verklýsingunum. Það gerir notandinn sjálfur með því að úthluta þeim slíkum aðgangi að verkinu. Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau. Þar kemur fram m.a. hvernig algengast er að flokka verklýsingarnar og þar með liði í magnskrá, um hvað þær skuli fjalla, hvernig magntölur eru ákveðnar, hvaða einingar skuli nota, hvernig magn er mælt o.s.frv. Þessu er einnig að nokkru lýst í kafla 2.3 Magntölur, sem er næstur hér á eftir.

Notandi getur vistað inn utanaðkomandi verklýsingar á svæðið Gögn í þessum kafla, séu þær í tölvutæku formi


2.3 Magntölur: 

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir gerð magntalna
    • Gögn, form fyrir vistun magntöluskrár og annarra gagna sem tilheyra liðnum2.03.1 Magntölur - gögn

Þegar verk er boðið út fylgir útboðsgögnunum magntöluskrá, sem sýnir alla vakrþætti sem koma fyrir í verkinu og magn hvers þeirra.  Bjóðandi fær magntöluskrána án einingarverða og setur þar inn þau verð sem hann er tilbúinn að vinna verkþáttinn fyrir.  Þegar fyrir liggur hvaða einingaverð skulu gilda fyrir verkið, hvort sem það hefur verið boðið út eða ekki, þá eru þau skráð inn í magntöluskrána og þannig verður hún hluti af samningi verkkaupa og verktaka um framkvæmd verksins. Flokkun á verkþáttum skal vera í samræmi við verklýsingar verksins og í verklýsingunum skal koma fram hvernig magntölur eru reiknaðar í hverju tilviki.

Notandi BYGG-kerfiðsins býr annaðhvort til magntöluskrá sína sjálfur í kafla 1.3 Nákvæmar kostnaðaráætlanir, tilboð eða útboð, eða að hann fær magntöluskrána frá öðrum. Magntöluskráin er oftast í Excel-formi við útboð, sem er gert til að auðvelda bjóðendum sína vinnu við tilboðsgerðina (flestir með Excelkerfið) . Magntöluskráin er vistuð í þessum kafla, 2.3 Magntölur, í BYGG-kerfinu. Bjóðendur vinna sitt tilboð og ganga frá tilboðinu eins og útboðsskilmálar segja til um og eftir að gengið hefur verið frá samningi er magntöluskráin (tilboðið) geymd sem PDF-skjal á svæðibu Gögn, þannig að henni verði ekki breytt eftir að samningurinn hefur verið gerður.

Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í flokknum og hvernig skuli vinna með þau. Hér á eftir eru nefnd nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við ákvörðun á magntölum.   Magntölurnar gildi fyrir það verk sem þær fylgja og vísa í. Þær gilda óháð því hver vinnur verkið að teknu tilliti til hugsanlegra viðbóta og breytinga, sem gerðar kunna að vera á verkinu í samræmi við skilmála verksins.  Til að að auka öryggið við tilboðsgerðina og létta bjóðendum vinnuna er leitast við að hafa skilgreiningu og innihald magntalnanna í aðalatriðum í samræmi við hefðbundið og viðurkennt verklag.

Flokkun á magntölum skal vera sú sama og er í verklýsingum verksins.

Sé stuðst við flokkun Byggingarlykils Hannarrs þá er flokkunin eftirfarandi:

      1. Almennt
      2. Jarðvinna
      3. Burðarvirki
      4. Lagnir
      5. Raforkuvirki
      6. Frágangur innanhúss
      7. Frágangur utanhúss
      8. Frágangur lóðar

Hverjum flokki er síðan skipt niður í kafla og einingar.

Skilgreina má magn á eftirfarandi hátt:

Hannað magn: Magn sem mælt er innan þeirra marka, sem sýnd eru á uppdráttum eða sem hönnunargögn mæla á annan hátt fyrir um.
Notað magn: Magn, sem notað er til að fullgera viðkomandi verk.
Óhreyft efni: Efni áður en það er losað eða því komið fyrir á flutningstæki.
Frágengið efni: Efni eftir að því hefur verið komið fyrir í samræmi við kröfur verklýsingarinnar.
Hvað af þessu magni er grundvöllur magntalna einstakara verkþátta í verkinu, t.d. grundvöllur reikningsgerðar verkþáttarins, skal koma fram í verklýsingu verkþáttarins.
Einingar

Mælieining sú sem notuð er sem grundvöllur reikningsgerðar verkþáttarins, skal koma fram í magntölulið verkþáttarins. Hér getur t.d. verið um að ræða m, m2, m3, stk, kg, heild o.sfrv.

Uppgjör

Greiða skal fyrir einstaka verkliði eins og fram kemur í magntöluskrá. Einingarverð margfölduð með magni, eða föst verð, skulu vera full greiðsla vegna viðkomandi verkliðar.   Ef ekki annað er tekið fram í verklýsingu, þá gildir sú regla, að komi í ljós við lok verksins, að magn einhvers liðar sé meira eða minna en það sem magntöluskrá gerði ráð fyrir og annaðhvort verkkaupi eða verktaki hafa gert við það athugasemd, þá skal endurreikna verkliðinn í samræmi við breytt magn. Einingarverð gildi nema annað sé tekið fram í almennum skilmálum eða sérskilmálum.

Fremst í þessum undirflokki eru leiðbeiningar sem segja til um hvernig algengast er að flokka liði í magnskrá, hvernig magntölur eru ákveðnar, hvaða einingar skuli nota, hvernig magn er mælt o.s.frv.


2.4 Teikningar: 

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir vistun teikninga2.04.1 Teikningar
    • Teikningaskrá, svæði til vistunar á teiningaskrám og teikningum
    • Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra teikningum

Fremst í þessum kafla er undirkafli sem nefnist Leiðbeiningar, sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau.  Einnig eru þar tilvitnanir í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni kaflans sérstaklega.   Þar á eftir kemur undirkafli sem nefnist Teikningaskrá og eru þar skráðir allir flokkar teikninga og vistaðar allar samningsteikningar hússins, hver innan síns flokks. Hverja teikningu má skoða á þessu svæði, með því að klikka á nafn hennar og þeim má eyða, taka inn nýjar teikningar, prenta þær út o.s.frv.  Í þessum kafla, nr. 2.4. Teikningar, skulu eingöngu vistaðar samningsteikningar, það eru þær teikningar sem sýna útfærslu framkvæmdarinnar við samning.

Teikningar sem sýna breytingar á verkinu eftir það skal vista í kafla nr. 3.3. Breyttar teikningar.   Ástæðan fyrir því að teikningar eru hafðar á svæði 2, samningssvæðinu. en ekki á svæði 1 undirbúningssvæðinu, er að samningsteikningar þurfa að vera aðgengilegar öllum þeim sem bjóða í verkið og/eða semja um framkvæmd þess.  Einnig þurfa þær að vera aðgengilegar þeim sem vinna síðan að framkvæmdunum.  Svæði 1. og þar með teikningar í vinnslu, er að jafnaði lokað öðrum en eigandanum, hönnuðum og hönnunarstjóra. Oft þarf t.d. að fletta upp á gildandi samningsgögnum og er þá brýnt að þau séu aðgengileg.

Í Mannvirkjalögum nr. 160/2010 er mælt fyrir um að hönnunarstjóri skuli vera á verkinu og að hann skuli hafa yfirumsjón með hönnunargögnum.  Hann þarf því að hafa aðgang að þessum þremur köflum sem innihalda teikningar.  Sjá einnig gr. 4.1.2. í byggingarreglugerð.  Algengast er að færa hér inn teikningar og önnur gögn sem PDF-skjöl, en einnig má afrita inn myndir og texta.


2.05.1 Vottorð ofl.
2.5 Vottanir, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini: 

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir vottanir, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini
    • Vottanir, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini, form fyrir vistun gagna, flokkuð í þessa fjóra flokka
    • Gögn, form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra kaflanum

Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012 um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.   Í þessum kafla eru vistaðar vottanir þær sem leggja þarf fram vegna byggingarinnar, prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini, flokkað í þessa fjóra flokka.   Framangreind lög og byggingarreglugerð segja til um hvenær þörf er á vottunum og hvernig skuli standa að þeim, á meðan kröfur um prófanir, efnislýsingar og ábyrgðarskírteini koma oftast fram í útboði eða í samningi.  Í leiðbeiningunum er úrdráttur úr framangreindum lögum, þar sem fjallað er um vottun og kröfur til efnislýsingar á byggingarvörum og sett fram dæmi um hvernig skuli standa að því að fá slíkar vottanir, ef þær liggja ekki fyrir.

Einnig er þar vísað í gögn Nýsköpunarmiðstöðvar, en sú stofnun sér um vottanir byggingarefnis og byggingahluta hér á landi. Þau má finna á heimasíðu stofnunarinnar. Algengast er að afrita og færa hér inn gögn sem PDF-skjöl, en einnig má afrita myndir og texta. Þessum skjölum má eyða hvenær sem er, sé þess óskað. Gögn þessi má prenta út eftir þörfum.


2.6 Verkáætlun: 

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir gerð verkáætlunar
    • Verkáætlun, kerfi í kerfinu til að vinna verkáætlanir, auk þess sem þar er hjálpartæki til að reikna verktíma einstakra verka
    • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

2.06.2 VerkáætlunHér er að finna form til að nota við gerð verkáætlunar. Reglan er að gera ætíð verkáætlun fyrir framkvæmdir og oftast er það ófrávíkjanleg krafa verkkaupa að fyrir liggi slík samþykkt áætlun áður en gerður er samningur við verktaka. Verkáætlunarkerfi þetta er Gantt-kerfi í Excel og má flokka það sem einfalt áætlunarkerfi, en þó með töluverðum möguleikum sem notendur geta nýtt sér, ef þeir eru tilbúnir að læra á þá.

Verkáætlun sýnir framgang verksins eins og verktaki áætlar hann í upphafi. Verkáætlunin er síðan endurskoðuð reglulega á meðan á framkvæmdum stendur. Við það skal hafa í huga að samþykktri verkáætlun má ekki breyta, nema til komi samþykki beggja aðila. Einnig að breytingar á henni hafa oftast í för með sér nýjar ákvarðanir um annað sem snertir verkið, svo sem mönnun, tímasetningu, efnisöflunar o.þ.h. Með verkáætluninni skal leggja fram yfirlit yfir áætlaðan fjölda starfsmanna við verkið á hverjum tíma.

Undir sama lið Í kerfinu er reiknivél sem nefnd er Verkáætlun – verktímareiknivél og er hún hjálpartæki til að reikna lágmarksverktíma verkþátta miðað við mismunandi forsednur, svo sem mönnun, vinnutíma o.þ.h.  Undirverktakar í verkinu skulu samþykkja sinn hluta áætlunarinnar með undirritun sinni.

Grunnforsendur verkáætlunar eru sá tími sem tekur að framkvæma hvern verkþátt og sú röð sem vinna má verkþættina. Tíminn ákvarðast annars vegar af því hversu mikil vinna liggur í verkþættinum og hins vegar hversu margir vinna að honum.  Röð verkþáttanna ákvarðast af því hvað þarf að vera búið að framkvæma, áður en sá verkþáttur getur hafist sem verið er að fjalla um hverju sinni.   Suma verkþætti má vinna í samfellu og klára þá eftir að byrjað er á þeim, en flesta verkþætti þarf að vinna í fleiri áföngum og þarf þá að líta til þess hverju þarf að vera lokið til að hver áfangi getur hafist.

Verkáætlun er unnin á eftirfarandi hátt í því kerfi sem sett hefur verið upp í BYGG-kerfinu:

Mælt er með að sundurliða áætlunina á sama hátt og gert er í þeirri magnská sem gildir fyrir verkið og nota sömu höfuðliði, kafla og verkliði, bæði númer og texta. Sú sundurliðun auðveldar áætlunargerðina, auðveldar mönnum að vinna hana og meta út frá því verki sem verið er að vinna í hverju tilviki. Sá sem vinnur áætlunina getur þá annaðhvort stuðst við sína reynslu af því hvað verk taka langan tíma, eða leitað í gögn sem gefa upp verktíma. Þetta má t.d. gera með hjálp Byggingalykils Hannarrs en þar er gefið upp einingarverð og vinnuhlutfall verka. Það má nýta sér til að setja inn í áðurnefnda verktímareiknivél og reikna lágmarksverktíma út frá þeim gögnum og örðum forsendum sem sett eru inn í reiknivélina.

Áætlunin er síðan unnin á eftirfarandi hátt miðað við það áætlunarkerfi sem er í BYGG-kerfinu:2.06.3 Hjálparsíða verkáætlana

Boðið er upp á að nota áætlunarkerfi þar sem eingögnu er búið að setja upp tvo höfuðliði og skiptingu þeirra í kafla og undirliði (magntöluliði), eða að nota sýnishorn sem sett hefur verið upp með fleiri liðum. Reiknað er með að það sé auðveldara fyrir notendur að velja síðari aðferðina, sérstaklega í upphafi notkunar á áætlunarkerfinu.

Í hausinn er fært nafn verksins, hvenær það hefst og dagsetning viðkomandi dags, sem kemur einnig fram sem rautt strik í áætluninni. Einnig hver gerir áætlunina og hvaða vikudagur er fyrsti dagur vikunnar í áætluninni. (Sumt af textanum í hausnum er á ensku og er í læstum reitum). Þeir staðir í hausnum sem færa skal inn framangreindar upplýsingar eru með ljósgrænum lit.

Lóðréttir dálkar áætlunarinnar eru læstir þannig að þeim verður ekki fjölgað eða fækkað. Yfirskrift dálkanna segir til um innihald þeirra. Eftir að búið er að setja inn þá liði sem áætlunin á að innihalda og lýst er hér á eftir, þá er aðallega (eingöngu) unnið með grænu dálkana tvo, þ.e. hvenær áætlað er að verkliðurinn hefjist og hvað áætlað er að hann taki marga daga. Til hægri í töflunni birtast línur (dálkar) sem sýna grafiskt það tímabil sem áætlað er að verkliðurinn taki, kaflinn allur eða höfuðliðurinn, eftir því sem við á. Hér gildir að setja upphafsdaginn réttan, en ákvörðun um hann byggist m.a. á þekkingu þess sem gerir áætlunina, fjölda starfsmanna við verkið og hvort það er bundið því að einhverju öðru verki sé lokið. Nota má hjálparsíðu þá sem er áætlunarkafla BYGG-kerfisins nr. 2.6, til að reikna lágmarkstíma einstakra verka, en hún er í Excel-formi, eins og áætlunarkerfið sjálft.

Láréttu línurnar sýna höfuðliði, kafla og magntöluliði. Númer liðanna segir til um hvort um er að ræða höfuðliði (fyrsta þrepið), kafla (annað þrepið) eða magntölulið (þriðja og fjórða þrepið). Færa þarf inn heiti allra þessara liða og númer. Þannig getur t.d. höfuðliðurinn fengið númerið 1 og nafnið Jarðvinna. Fyrsti kaflinn undir þeim lið fengið númerið 1.1 og nafnið Gröftur og magntöluliður þess liðar númerið 1.1.2.12 og nafnið Grafa fyrir húsi o.s.frv. Við gerð verkáætlunar er þessum línum fjölgað eða fækkað eftir þörfum. Að bæta við línu er best að gera þannig að tekið er afrit af línu sem er af sömu gerð og sú sem á að bæta við og henni skotið inn á þann stað þar sem ný lína á að vera. Þannig fær notandinn rétta gerð af línu, þ.e. línu með þeim formúlum sem línan á að innihalda. Því næst færir hann inn rétt númer og nafn í línuna. Þegar allir liðir eru komnir inn í áætlunina eins og lýst er hér á undan, þarf að fara yfir formúlu kaflans í reit F og gæta þess að þar sé beðið um summu allra magntöluliða kaflans. Dæmi um útlit: =SUM(F33:F37). Að þessu gerðu er hafist handa við áætlunargerðina sjálfa.

Áætlunargerðin: Unnið er með þá tvo dálka við sjálfa áætlunargerðina, þar sem finna má reiti með grænum lit í töflunni. Í grænu reitina í fyrri dálknum er færð inn sú dagsetning sem sýnir hvenær áætlað er verkið hefjist og í grænu reitina í síðari dálknum skal færa þann heildartíma í dögum sem áætlað er að verkið taki. Þessir grænu reitir eiga við magntöluliði eingögnu. Skipta má magntöluliðum niður á fleiri línur og er oft eðlilegt að gera það. Ljósbrúnu reitirnir sýna tíma frá upphafi til loka þeirra verka sem eru í höfuðliðnum eða kaflanum, eftir því sem við á. Þeir innihalda formúlur og til að þeir sýni örugglega rétt tímabil þarf að passa upp á að formúlan nái til réttu verkanna. Formúlan gæti t.d. litið þannig út =MAX(E55:E65)-D54+1 og sýnir reiturinn þá tímabilið sem kemur fram í linum 55 til 65 í áætluninni. Ef verkið í línum 66 til 70 eiga að takast með þá skal breyta E65 í E70 (71) í formúlunni. Hægri hluti töflunnar sýnir á grafiskan hátt hvenær hver verkhluti er unninn, út frá því sem fært er inn í grænu dálkana. Þetta auðveldar mjög yfirsýn yfir framgang verksins og hjálpar þeim sem vinnur áætlunina að raða verkunum upp út frá eðlilegum framgangi þeirra, t.d. út frá því hverju þarf að vera lokið þegar viðkomandi verk getur hafist. Kerfið býður upp á ýmsa aðra möguleika en lýst er hér, en vísað í því sambandi í leiðbeiningar sem eru neðan við áætlunartöfluna. Gott er að hafa auðar línur t.d. á milli kafla eins og sýnt er í dæminu, til að hafa áætlunina gleggri til aflestrar. Ef notanda verður á að skemma formúlu í einhverjum reit (eins og örugglega hendir einhverntíma) þá er einfaldast að afrita hana úr hliðstæðum reit í annarri línu.

Gantt kortið í Excel – leiðbeiningar Lóðréttir dálkar

Dálkur A
Hér eru færð inn númer á köflum og einstökum liðum

Dálkur B

                   Hér eru færð inn nöfn á köflum og einstökum liðum

Dálkur C
Hér eru fært inn hver er ábyrgur fyrir kaflanum eða liðnum

Dálkur D
Hér er færð inn sú dagsetning sem höfundur áætlunarinnar metur að byrjað verði á liðnum eða fyrsta liðunum í kaflanum ef um kaflalínu eða höfuðlínu er að ræða. Athuga að reitir þessir eru ljósgrænir á litinn.

Dálkur E
Hér skal ekki færa neitt inn – liðurinn sýnir hvenær liðnum (verkinu) er lokið út frá upphafsdegi og tímanum sem er áætlaður í verkið.

Dálkur F

Hér er færð inn áætluð tímalengd hvers magntöluliðar, þ.e. áætlarir verkdagar að viðbættum 40% (7/5) vegna helgidaga. Í kaflalínunum og höfuðlínunum kemur fram sá tími sem er áætlaður frá því að fyrsta verkið í kaflanum eða höfuðliðnum hefst og þar til því síðasta lýkur. Í Reitnum er formúla til að sýna þennan tíma. Gæta þarf þessað að hún nái til þeirra liða sem eru í kalfanum, ekki fleiri og ekki færri. Athuga að reitir þessir eru ljósbrúnir á litinn. Til að ganga úr skugga um að formúlan reikni rétt þá er reiturinn valinn og sést þar til hvaða liða útreikningurinn nær. Á sama stað má breyta því. Dæmi um þetta gæti verið að kaflareiturinn F62 eigi að sýna liði í línu 63 til 70 en sýni liði í línu 63 til 65, þá skal breyta formúlunni úr =MAX(E63:E65)-D62+1 í =MAX(E63:E70)-D62+1. Yfirleitt þarf ekki að breyta þessum formúlum, en alltaf skal í lok áætlunar, ganga úr skugga um að þær séu réttar. Í magntölulínurnar skal færa inn þann tíma í dögum sem er áætlað að verkið taki. Hér er reiknað með 40% álagi á virka daga vegna helgidaga (7/5). Athuga að reitir þessir eru ljósgrænir á litinn.

Dálkur G

Þessi uppsetning gerir ekki ráð fyrir að nota þennan dálk á annan hátt en þann að í hann sé í öllum tilvikum færð inn talan 100%. Í dálkana H og þá sem koma þar á eftir skal ekkert færa, þar koma fram tölur sem gantt-kerfið reiknar út frá frá þeim upplýsingum sem færðar hafa verið inn í kerfið og áður eru nefndar. Lengd áætlunarinnar takmarkast við hámarksfjölda dálka sem eru í Excelkerfinu Upphafsdagur ákvarðast af fyrstu dagsetningu sem skráð er í dálk D. Tímabili áætlunarinnar má breyta í heild með því að breyta tölunni í reit K8 (gulur reitur) Sleðinn er notaður til að skoða lengra tímabil en sést á skjánum í einu (láréttu stólpana). Bara er hægt að skoða og prenta 34 vikur (7,5 mánuð) í einu. Rauða línan sýnir þann dag sem færður er inn sem dagsetning dagsins.

Láréttar línur Lína 0 Lína með einu þrepi í nr. er fyrir höfuðliði, taktu afrit af þannig línu til að nota í áætluninna, þá færðu réttu formúlurnar með Lína 0.0 Lína með tveimur þrepum í nr. er fyrir kafla, taktu afrit af þannig línu til að nota í áætluninna, þá færðu réttu formúlurnar með Lína 0.0.0.0 Lína með fjórum þrepum í nr. er fyrir einstaka verkliði, taktu afrit af þannig línu til að nota í áætluninna, þá færðu réttu formúlurnar með Gott er að hafa auðar línur eins og sýnt er hér, til að gera verkáætlunina gleggri og öruggari. .

Annað Í haus er fært inn nafn á verkinu, verktaki, upphafsdagsetning verks og dagsetning þess viðkomandi dags. Á svæði fyrir neðan sjálfa áætlunina er gert ráð fyrir að undirverktakar, eftir því sem við á, samþykki verkáætlunina með undirritun sinni. Einnig er þar svæði til að færa inn helstu vélar og tæki sem áætlað er að nota við verkið. Áætlunarkerfi þetta er byggt á gantt kerfi frá Vertex. Hægt er að ná í fullkomnari kerfi, sjá t.d. Slóðina http://www.smartdraw.com/downloads/. Þegar búið er að færa inn alla verkþætti verksins á þennan hátt þá er komin sundurliðuð áætlun fyrir verktíma verksins. Nú sést hvort áætlunin stenst kröfur eða væntingar og ef svo er ekki, þá má breyta forsendunum, reikna með fleiri eða færri starfsmönnum, lengja eða stytta daglegan vinnutíma eða gera annað sem þarf til að áætlunin verði ásættanleg.

Verkáætlanir skal að jafnaði endurskoða reglulega og ef í ljós kemur þá að áætlunin er ekki að standast á einhvern hátt, þá skal laga hana að raunveruleikanum og nýjum forsendum, en það má ekki gera nema í samráði samningsaðila ef unnið er samkvæmt samningi. Ætíð skal geyma fyrri samþykktar verkáætlanir í BYGG-kerfinu. Verkáætlanir má prenta út að vild.


2.7 Verksamningar:

2.07.2 Verksamningur við verktakaÞessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir gerð verksamninga
    • Verksamningur við verktaka, tillaga
    • Verksamningur við byggingastjóra, tillaga
    • Verksamningur við eftirlitsaðila, tillaga
    • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

Hér er að finna form til að nota við gerð verksamninga. Verksamningar þessir eru hugsaðir sem hjálpargögn fyrir þá sem þurfa að láta framkvæma eitthvað, og/eða fyrir þá sem taka að sér byggingarframkvæmdir, byggingarstjórn eða eftirlit með byggingarframkvæmdum.   Nota má samningform þessi þannig að samningsaðilar fylla í þær eyður sem eru á samningseyðublöðunum og undirrita síðan samningana, eða að hafa þau til hliðsjónar við gerð eigin verksamninga.Samningunum þarf að fylgja nánari lýsing á því verki sem samið er um, þar sem fram kemur umfang og útfærsla, svo sem magnskrá, verklýsingar, teikningar, verkáætlun og upplýsingar um gæðakerfi, allt eftir því sem við á, svo og önnur gögn sem ákveðið er að skuli vera hluti af viðkomandi verksamningi og nefnd eru í honum.

Í undantekningartilvikum nægir að gera grein fyrir verkinu í texta í 1. grein samningsins, og þá helst ef um mjög smá verk er að ræða. Í 3 grein segir til um verðbætur og eru þær oftast miðaðar við vísitölu byggingakostnaðar. Þegar verðlag er stöðugt og þegar um smáverk er að ræða sem tekur stuttan tíma, getur verið óþarft að semja um sérstakar verðbætur fyrir verk. Við minni verk eru 5 og 6 greinin einnig oft taldar óþarfar, þar sem hætta á tjóni vegna vanefnda verktaka er þá einnig lítil.

Fylgiskjöl með samningi verður að telja upp samviskusamlega, þar sem þau eru hluti samningsins. Notandinn getur breytt þessum staðlaða samningi að vild eða eytt textanum og sett inn sinn eiginn texta. Samninga má setja inn á svæðið Gögn með PDF takka á síðunni, sem er gerður sérstaklega til þess. Einnig getur hann sett hér inn samning í öðrum tölvutækum formum. Samninga má einnig prenta út, t.d. í tvíriti og undirrita af samningsaðilum, ásamt vottum að réttri undirskrift og vista síðan inn á svæðið Gögn. Hægt er að fletta upp á þessum gögnum hvenær sem er og prenta þau út.  Einnig getur sá sem hefur fullan aðgang að kerfinu eytt þeim.


2.8 Verktrygging:

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir gerð verktryggingar
    • Verktrygging, eyðublað
    • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra þessum kafla

Hér er að finna form til að nota við gerð verktryggingar. Þetta er oftast hluti af verksamningi milli verkkaupa og verktaka um framkvæmd á þeirra vegum.  Boðið er upp á tvennskonar form, annars vegar form með ritþór þar sem má breyta texta og færa inn texta og tölur og hins vegar wordform þar sem kalla má fram skjalið í wordformi og vinna það þar á sama hátt. Wordformið gefur meiri möguleika til að forma skjalið, en gerir þá kröfu að wordkerfið sé uppsett á tölvu notanda.

Í leiðbeiningum þessa kafla kemur fram hefðbundin lýsing á fyrirkomulagi verktryggingar við framkvæmdir.  Eyðublaðið fyrir verktryggingu má nota með því að fylla út í þá liði sem þarf til að það passi fyrir það verk sem samningurinn nær til, eða hafa það til hliðsjónar við gerð verktryggingar. Notandinn getur einnig breytt þessu eyðublaði að vild eða eytt textanum og sett inn sinn eigin texta.  Einnig getur hann sett inn verktryggingu í PDF formi og setur hana þá undir liðinn Gögn í þessum kafla.  Verktrygginguna má prenta út hvenær sem er, t.d. í tvíriti til undirritunar af samningsaðilum, ásamt vottum að réttri undirskrift.


2.9 Gæðakerfi verktaka: 

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar fyrir gerð gæðakerfis verktaka
    • Gæðakerfi, form og tillaga að gæðakerfi
    • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

2.09. Gæðakerfi verktakaGæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Til að tryggja að verkið uppfylli örugglega allar eðlilegar og nauðsynlegar kröfur verkkaupa, þá eru þær tilteknar og lýst í útboðsgögnum. T.d. má nota til þess það gæðakerfi verktaka sem er í BYGG-kerfinu. Þar kemur fram til hvaða þátta gæðakerfið nái og nánar lýst hvernig skuli standa framkvæmd hvers þeirra og skráningu og eftirliti með framkvæmdinni.

Einnig kemur til greina að verktaki leggi fram sitt gæðakerfi sem verkkaupi samþykki, en sú aðferð er með þeim galla að þá liggja gæðakröfur ekki eins vel fyrir á útboðs- eða samningsstigistigi.

Eftir að gæðakerfið hefur verið samþykkt, þá verður það hluti af verksamningi verkkaupa og verktaka.

Margir af þeim liðum sem nefndir eru í gæðakerfinu eru í sérköflum BYGG-kerfisins og er vísað í þá í gæðakerfi verktaka í BYGG-kerfiinu (Flokkur B).

Í gæðakerfi verktaka í BYGG-kerfinu er gerð grein fyrir því hvernig verktakinn skuli standa að verkinu svo sem skráningu á frávikum, móttöku efnis, móttöku og dreifingu gagna o.s.frv. Í kerfinu er lýsing á því hvernig samskipti verktaka skuli vera við verkkaupa, hönnuði og byggingaryfirvöld og hvernig hann skuli standa að skráningum á gögnum og á ákvörðunum sem varða verkið á byggingartímanum. Einnig hvernig hann skuli standa að afhendingu gagna svo sem handbóka í verklok.

Gæðahandbók verktaka

Gæðakerfi verktaka eru annað hvort gæðakerfi fyrirtækis, eða gæðakerfi einstaklings. Verktaki ber ábyrgð á því að starfsmenn hans og undirverktakar vinni samkvæmt gæðakerfinu. Verktaka ber í upphafi verks að afhenda verkkaupa upplýsingar um þá starfsmenn sem vinna undir gæðakerfi hans og um allar breytingar á þvi á meðan á verki stendur.

Gæðakerfið er stofnað undir valinu Gæðakerfi – stofnun og viðhald, eins og fram kom hér á undan. Eins og þar kom fram er gæðahandbókinni skipt upp í Almennan flokk og að auki í flokkana A, B og C.  Almenni flokkurinn inniheldur skýringar á notkun kerfisins og upplýsingar um verktakann svo sem um nafn, kennitölu og réttindi eftir því sem við á.  Flokkar A og B innihalda gæðakerfið sjálft og flokkur C er fyrir samþykktar sérkröfur verkkaupa í einstökum verkum.  Gæðahandbókin er í tveimur þrepum og er fyrra þrepið gæðakerfið sjálft og það síðara skráning á reynslu af framkvæmd þess í hverju verki, á meðan á verki stendur og verður aðallega fjallað um það þrep hér.

VERK SKRÁÐ Í GÆÐAKERFIÐ

Þeir sem nota BYGG-kerfið fá sjálfkrafa aðgang að þeim gæðakerfum sem eru i því kerfi og er því lýst í notendalýsingunni “Að byrja” hvernig notandinn geti nýtt sér þau til að fá sitt/sín eigið/n gæðakerfi samþykkt af verkkaupa eða verktaka eftir því sem viða á. Það er ekki endurtekið hér en lýst því hvernig notandinn eða verktakinn skráir verk sín í gæðakerfi verktaka.

Eftir að verk hefur verið stofnað og færðar hafa verið inn grunnupplýsingar verksins í kafla „1.1 Yfirlit yfir verkið“, þá koma grunnupplýsingarnar sjálfkrafa fram í Almenna kafla gæðakerfisins. Á sama stað kemur fram nafn þess sem er skráður fyrir gæðakerfinu (ábyrgðaraðili) og hver er faglegur rétthafi þess. Honum má skipta út á þessum stað fyrir annan, ef um er að ræða fyrirtækiskerfi og hann hefur verið skráður sem valkostur á svæðinu “Gæðakerfi – stofnun og viðhald”.

Að loknu samþykki samningsaðila verður gæðakerfið hluti af samningi þeirra í viðkomandi verki og er verktaka skylt að fara eftir því við framkvæmdirnar.


2. ÞREP – SKRÁNING Á REYNSLU AF GÆÐAKERFINU

Þetta þrep er til að fylgja gæðakerfinu eftir. Þarna er skráð hvernig verktakinn fylgir eftir einstökum þáttum gæðakerfisins, í samræmi við samþykkt gæðakerfi, á meðan á verki stendur. Þarna eru einnig skráðar athugasemdir verkkaupa við þá þætti sem hann telur ástæðu til að gera athugasemdir við og hvernig tekið er á þeim.

Flett er upp á einstökum þáttum í flokkum A, B og C með því að klikka á nafn þeirra og opnast þá fyrir lýsinguna á gæðakerfinu fyrir þann þátt og reitinn til skráningar fyrir hann.  Við val á öðrum þætti opnast fyrir hann og lokast þá fyrir þann sem opinn var.

Í þrepi 2 er skráð framkvæmd hvers þáttar í samræmi við lýsingu í þrepi 1, athugasemdir við framkvæmdina, ef um er að ræða og skráðar þær úrbætur sem gripið hefur verið til, ásamt með fylgiskjölum og viðbótargögnum. Þau eru ýmist færð inn í kerfið eða vísað á þau í BYGG-kerfinu.

Munurinn á flokkum A og B er sá, að þáttum sem lýst er og skráðir eru í flokki A koma eingöngu fyrir í gæðakerfinu sjálfu, á meðan þáttum í flokki B er lýst í gæðakerfinu, en jafnframt vísað í gögn sem eru á öðrum stöðum í BYGG-kerfinu. Þau gögn eru kölluð fram með því að veltja tilvísunina. Þetta er gert til að notandinn þurfi ekki að vera með sömu gögnin á fleiri en einum stað í BYGG-kerfinu, sem sparar vinnu og gagnapláss og eykur öryggið í meðferð gagnanna.

Viðbótargögnum, sem bætast við á verktíma, má bæta inn í hvern þátt gæðakerfisins.  Skráningar þessar og viðbótargögn skulu koma fram í gæðakerfinu í verklok og sýna þannig heildarniðurstöðu gæðakerfinsins í verkinu á þeim tímapunkti.  Skráning þessi fer fram í beinu framhaldi af þrepi 1. í hverjum þætti.

Bæði gæðakerfið sjálft og eftirfylgni þess (skráning) skulu vera aðgengileg til eftirlits verkkaupa, eða aðila á hans vegum á meðan á verki stendur.

Verkkaupi gerir athugasemdir við eftirfygnina ef hann telur ástæðu til, með hliðsjón af lýsingu í gæðakerfinu í þrepi 1., samningi um verkið, mannvirkjalög nr. 160/210 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.  Þessar úttektir geta leitt til ábendinga verkkaupa um að eitthvað sé áfátt, eitthvað þurfi lagfæringar við innan tiltekis tímafrests eða til kröfu um tafarlausar lagfæringar. Ef þá er ekki bætt úr, er það brot verktaka á samningi og er þá brugðist við því í samræmi við það.

Meint vanhöld á að staðið sé við það sem fram kemur í samþykktu gæðakerfi, skal skrá og taka fyrir í síðasta lagi á næsta verkfundi.

Skráning í þrepi 2. er einnig gagn sem má nota ef upp kemur ágreiningur um framkvæmd gæðakerfisins.

Samþykkt gæðakerfi skal vista undir liðnum Gögn í kafla 2.9 Gæðakerfi verktaka.


2.10 Öryggishandbókin:

Þessi liður inniheldur:

    • Leiðbeiningar um notkun öryggishandbókarinnar
    • Öryggishandbókin (minni verk), tillaga að öryggishandbók
    • Öryggishandbókin (stærri verk), tillaga að öryggishandbók
    • Eyðublöð
    • Fundargerðir
    • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra öryggismálum, heilbrigði og umhverfi

2.10.2 Öryggishandbókin minniSú lagaskylda er lögð á framkvæmdaraðila (verkkaupa) að gæta að öryggi og heilsu þeirra sem koma að framkvæmdum og einnig að uppfylla kröfur og lög um umhverfisvernd. Til að hafa þau atriði örugglega í lagi þá er eðlilegt að gera þá kröfu að verktaki sá sem samið er við, sé með og vinni samkvæmt öryggishandbók. Það er því tekið fram í útboðsgögnum verksins að svo skuli vera.

Verkkaupi (Jón) getur nýtt sér þá öryggishandbók sem er í BYGG-kerfinu og vísað í hana, eftir því sem við á, með eða án breytinga.

Verkkaupi fær síðan ráðgjafa sinn til að yfirfara öryggishandbókina þegar verktakinn hefur lagt hana fram og eftir að hún hefur verið samþykkt, þá verður hún hluti af samningi verkkaupa og verktaka.

Verkkaupi vistar samþykkta öryggishandbók verktakans undir liðnum Gögn í PDF-formi í kafla 2.10 Öryggishandbók og fygist síðan með og skráir niður, á verktíma, hvernig hann fylgir gæðakerfinu eftir. Frávik skráir hann í Fundargerðir sem eru í kafla 2.10 Öryggishandbók, eða í kafla 3.5 Fundargerðir í BYGG-kerfinu, eftir því hvort um er að ræða lítið eða stórt verk. Sérstakir fundir eru haldnir um öryggismál séu verkin stór, annars er fjallað um þau á hefðbundnum verkfundum, eins og er tilfellið í þessu verki.

Ef vanhöld verða á að staðið sé við það sem fram kemur í samþykktri öryggishandbók, skal það tekið fyrir í síðasta lagi á næsta fundi. Ef þá er ekki bætt úr, er það brot verktaka á samningi og getur verkkaupi þá brugðist við því.

Í kafla 2.10 Öryggishandbók er m.a. lýsing á öryggishandbókunum, lýsing á hvernig skuli standa að verki til að uppfylla öryggis- heilsu- og umhverfiskröfur og í fundargerðum er síðan skráning á því hvernig verktakinn stendur sig á þeim sviðum á verktímanum, eins og áður er nefnt.

Hægt er að fletta upp á þessum gögnum hvenær sem er og skoða þau, vinna með þau og prenta þau út.

Í öryggishandbókinni er lýsing á því hvernig verktakinn áætlar að standa að verkinu svo sem innra eftirliti, skráningu á frávikum o.s.frv. og þar er lýsing á hvernig verktakinn áætlar samskipti sín við verkkaupa og Vinnueftirlitið og hvernig hann áætlar að standa að skráningum á gögnum og ákvörðunum á byggingartímanum, sem varða öryggis- heilbrigðis- og umhverfismál.

Gert er ráð fyrir að verktaki hafi aðgang að BYGG-kerfi verkkaupa þ.e að þeim köflum sem áður eru nefndir. Aðgangur verktaka að BYGG-kerfinu færir honum aðgang að tveimur mismunandi öryggishandbókum sem eru að finna í kerfinu, fyrir minni og stærri verk. Hann getur nýtt sér aðra hvora þeirra sem eigin öryggishandbók. Einnig getur hann haft þær til hliðsjónar við gerð eigin öryggishandbókar.

Vinna má með öryggiskerfi þetta í þremur þrepum:

  1. Í fyrsta lagi gerir verkkaupinn það með því að gera þannig grein fyrir kröfum sínum.
  2. Í öðru lagi yfirfer verktakinn öryggishandbókina og samþykkir hana eða gerir athugasemdir við hana. Samþykkt öryggishandbók er síðan hluti af samningi verkkaupa og verktaka og er vistuð í kafla 2.10 Öryggishandbók og þar undir liðnum Gögn.
  3. Í þriðja lagi fylgist verkkaupi með á verktíma að öryggishandbókinni sé framfylgt og gerir athugasemdir ef upp koma frávik og bókar þær. Ef frávik eru alvarleg þá skal litið á það sem brot á samningi og meðhöndlast sem slíkt.

2.11 Annað:

Hér er svæði til að halda utan um annað en gert er ráð fyrir undir öðrum köflum hér á undan og sem tilheyrir samningsgerðinni.  Gögn þau sem sett eru hér inn má færa hér inn sem texta, PDF-skjöl eða myndir og prenta síðan út, allt eins og lýst er hér á undan.

 

 

Þá er búið að ganga frá samningum og komið að framkvæmdunum !