Undirbúningur verks

 

Undirbúningur verks

Þessi kafli, Undirbúningur, er fyrst og fremst fyrir eiganda kerfisins og inniheldur þætti sem unnið er með á undibúningsstigi framkvæma svo sem kostnaðaráætlanir, hönnun og utanumhald á þeirri vinnu sem þá fer fram.  Þessi kafli er oftast hafður lokaður öðrum en þeim sem koma að þessum undirbúningi og opinn á mismunandi hátt þeim aðilum, allt eftir ákvörðun og undir stjórn notandan kerfisins.

Hann skiptist í eftirfarandi níu kafla:

1.1 Yfirlit yfir framkvæmdina
1.2 Stöðlaðar kostnaðaráætlanir
1.3 Nákvæmar Kostnaðaráætlanir/Tilboð/Útboð – Verklýsingar
1.4 Verksamningar á undirbúningsstigi
1.5 Hönnun
1.6 Hönnunarstjóri
1.7 Gátlistar
1.8 Fundargerðir
1.9 Annað

Hér á eftir er þessum köflum lýst nánar, innihaldi þeirra og notkun.


1.1 Yfirlit yfir framkvæmdina

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kaflan.
 • Yfirlir, lýsingu á framkvæmdinni, form til að fylla í.
 • Dagbók verkkaupa, form
 • Gögn, svæði fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum1.01 Yfirlit yfir verkið - grunnupplýsingar

Þegar komið er inn í þennan kafla (síðu) þá birtist form sem notað er til að skrá ýmsar upplýsingar um verkið, sumar strax við skráningu og aðrar á meðan á framkvæmdum stendur. Efst á síðunni er val um að færa inn mynd af framkvæmdinni. Þar fyrir neðan eru færðar inn upplýsingar sem nefndar eru Grunnupplýsingar, en þær birtast síðan sjálfkrafa á öðrum gögnum sem verða til í kerfinu.

Þar með verður til yfirlit yfir framkvæmdirnar, svo sem hvar þær eru staðsettar, hvers konar framkvæmdir þetta eru, hver stendur að þeim, hverjir eru hönnuðir, hver er hönnunarstjóri svo og númer byggingaleyfis, hver er byggingastjóri framkvæmdarinnar og hverjir iðnmeistarar. Skrá má hér yfirlit yfir áætlaðan heildarkostnað og hver raunkostnaður verður og upplýsingar um útboð sem fara fram vegna framkvæmdanna og samanburð þeirra við áætlanir. Hér má skrá við hvaða verktaka er samið um framkvæmdir og hverjir eftirlitsmenn eru, hver verklok eiga að vera samkvæmt samningi og hver þau verða síðan o.s.frv.

Hér má skrá athugasemdir um framkvæmdina á verktíma og í lokin, sem eigandi vill eiga skráðar. Hér má einnig færa inn upplýsingar um aðdraganda að framkvæmdunum, hvenær teknar voru ákvarðanir, af hverjum, hvernig o.s.frv. Einnig má hér halda utan um upplýsingar um forsendur að ákvörðunum þessum, eftir því sem við á.

Hluti af þessum upplýsingum fer síðan sjálfkrafa inn í handbók hússins sem byggingarstjóri afhendir byggingaryfirvöldum og eiganda við verklok, í samræmi við fyrirmæli í byggingarreglugerð.

Við val á þessum kafla birtast gluggar sem fyllt er í eftir því sem við á hverju sinni.

Dagbók verkkaupa:

Í þessum kafla er svæði sem nefnist Dagbók verkkaupa, þar sem verkkaupi (eigandi) getur haldið utan um þær upplýsingar sem hann telur ástæðu til á meðan á verki stendur. Í dagbók þessa færast sjálfkrafa grunnupplýsingar verksins, eins og gerist á öðrum stöðum í kerfinu.1.02 Stöðluð kostnaðaráætlun


1.2 Stöðluð kostnaðaráætlun:

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kaflan.
 • Staðlaðar áætlanir fyrir 22 gerðir húsa og 2 gerðir utanhússviðhalds
 • Gögn, svæði fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

Til að taka ákvörðun um framkvæmdir er nauðsynlegt að vita, með hæfilegri nákvæmni, hvað framkvæmdin muni kosta. Þeir sem nota BYGG-kerfið hafa þar með aðgang að “kerfi í kerfinu” til að gera með staðlaðar áætlanir fyrir mismunandi húsbyggingar og utanhússviðhald húsa. Til að nota þessar áætlanir færir notandinn inn brúttóstærð hússins af einhverri þeirri gerð sem boðið er upp á, ef um er að ræða húsbyggingu, eða nettóstærð útveggja ef um er að ræða utanhússviðhald og fær þá sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir verkið og er þar miðað við venjulegt hús eða venjulgt ástand útveggja. Einingarverðin eru úr Byggingalykli Hannarrs.

Notandinn getur valið um að gera stöðluðu áætlanirnar með sundurliðun á einingarverðum í efni, vinnu og annað eða ekki.


1.3 Nákvæm áætlun/tilboð/útboð:

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kaflan.
 • Nákvæm kostnaðaráætlun/Tilboð/Útboð/Verklýsingar
 • Leit í Byggingarlykli, Leitarvél til að leita í byggingarverðskrá Hannarrs
 • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

Hér er um að ræða mjög öflugt “kerfi í kerfinu”, sem líka má fá sem sjálfstætt kerfi undir nafninu BL-kerfið. Með þessu kerfi eru gerðar kostnaðaráætlanir, tilboð, útboð og verklýsingar. Unnin er áætlun sem síðan má prenta út í einhverju af þessum fjórum formum eða í þeim öllum. Endanlegar áætlanirnar eru vistaðar undir Gögn í þessum sama kafla og þær eru jafnframt færðar með viðeigandi skipunum inn í kaflana, 2.2 Verklýsingar, 2.3 Magntölur, 2.6 Verkáætlun og 3.8 Verkuppgjör. Þetta sparar mikinn tíma fyrir notandann, þar sem uppsetning verksins og öll viðkomandi gögn, eru þar með komin inn í þau kerfi og tilbúin til þeirrar áframhaldandi vinnu sem þar er unnin á hverjum s1.03.2 Nákvæm kostnaðaráætlun - stundurliðuntað.

Áætlanirnar eru unnar þannig að valin er annað hvort tóm áætlun til að vinna út frá, eða stöðluð áætlun. Sé tóm áætlun valin þá birtist byggingarverðskrá Byggingarlykils Hannarrs á skrjánum, flokkuð niður í þá flokka og kafla sem í henni eru og hver magntöluliður sundurliðaður í efni vinnu og annað (vélar og flutninga). Áætluninni er gefið nafn og síðan valinn liðurinn, Útbúa áætlun.

Lárétt stika sýnir þá flokka sem notaðir eru í áætlununum og er valinn sá flokkur sem vinna skal með hverju sinni og birtast þá kaflar þess flokks. Áætlunin er síðan unnin áfram þannig að farið er inn á þann kafla og undirkafla, þar sem finna má þann magntölulið sem við á. Þetta er gert með því að lita kaflann sem opnar þá á undirkaflana og lita undirkaflann sem opnar þá á magntöliliðina. Þar er sett inn það magn sem við á og ýtt á „Enter“ á tölvunni til að festa það inni. Ef ekkert annað er gert þá reiknast liðurinn út frá verði byggingarverðskrárinnar, en notandinn getur breytt því ef hann vill og einnig texta liðarins.

Vilji menn bæta við einingum inn í verkið, þá er það gert þannig að farið er inn á þann undirlið sem við á og farið síðan í neðstu línu flokksins og valinn þar plúsinn. Kemur þá upp nýr gluggi þar sem færðar eru inn upplýsingar um eininguna (nýja liðinn), lýsing, verð, eining og magn og liðurinn vistaður þannig og er hann þá orðinn hluti af verkinu.

Með því að velja leitarvélina þá geta menn leitað í byggingarverðskránni.  Það er gert með því að færa þar inn leitarorð og kemur þá upp tilvísun í þá staði þar sem orðið er að finna.

1.03.2 Nákvæm kostnaðaráætlun - stundurliðun

Í dálkinum “Lýsing” er verklýsing hvers undirkafla, sem gildir fyrir magntöluliði undirkaflans. Þar er einnig víða liður sem heitir Almennt og er þá fyrsti liðurinn í kafanum. Það er í þeim tilvikum verklýsing sem gildir almennt um magntöluliði kaflans. Þessar verklýsingar tekur áætlunin sjálfkrafa með sér í verkið, þ.e. þá verklýsingu sem á við þann magntölulið sem valinn er ásamt almennu verklýsinguna, ef hana er að finna.

Þessar verklýsingar þarf að yfirfara og aðlaga því verki sem verið er að vinna í hverju tilviki. Það er gert með því að klikka á reitinn með verklýsingunni (sýnir myndavél) þá kemur verklýsingin fram á skjáinn og þar má þá breyta henni að vild.

Þegar þetta hefur verið gert þá er áætlunin tilbúin og þá má prenta hana út sem kostnaðaráætlun, tilboð eða útboð. Einnig er val um að prenta áætlunina út með sundurliðun í efni vinnu og annað, eða ekki og einnig að prenta eingögnu út vinnuþáttinn, en það er gert ef reikna þarf út virðisaukaskattinn á vinnu á byggingarstað t.d. vegna endurgreiðslu á honum. Um leið fást ágætar upplýsingar til að nota við verkáætlanagerðina.

Sé áætlunin prentuð út sem útboð þá má einnig gera það í Excelformi og er hún þá tilbúin til að senda út til væntanlegra bjóðenda, ásamt tilboðsblaði, í því formi. Hér er um að ræða hefðbundna magntöluskrá.  Með magntöluskránni er síðan einnig prentuð út verklýsingaskráin í PDF formi, sem er t.d. hluti af útboðsgögnum fyrir viðkomandi verk.

Útprentunin fer þannig fram að valið er vinstra PDF merkið í hausnum og kemur þá upp gluggi sem nefnist “Útbúa PDF”. Þarna er valið á milli þess að prenta gögnin út sem kostnaðaráætlun, tilboð, útboð eða verklýsingar, eins og áður er nefnt, með sundurliðun verðs eða ekki og þarna eru færðar inn bókanir eða skýringar ef notandinn vill gera það. Á þessum stað er einnig fært inn hver færir gögnin, hvar og hvenær þau eru færð og símanúmar viðkomandi. Sumt af þessu kemur sjálfkrafa inn þ.e. þær upplýsingar sem hafa verið færðar inn á svæð Sillingar (lógó), en þeim færslum má breyta.

Einnig er hægt að prenta út áætlanirnar eða tilboðin í excelformi og er þá valið Excel merkið í hausnum í staðinn fyrir PDF merkið.

Til að flýta fyrir þessari vinnu og til að auka líkur þess að ekkert gleymist þá er boðið upp á þá leið í BYGG-kerfinu að vinna áætlanir út frá stöðluðum áætlunum. 1.03.6 Nákvæm áætlun - prentmöguleikar Þessar áætlanir vinnast á sama hátt og lýst er hér á undan, nema hvað þá er kerfið búið að tína til þá liði sem stöðluð áætlun gerir ráð fyrir og magnsetja þá. Þetta eykur öryggið og er verulega vinnusparandi þegar hægt er að fara þessa leið.

Afrita má kostnaðaráætlanir í BYGG-kerfinu og flytja þær á milli verka.  Þetta sparar vinnu þegar verið er að vinna með eins eða svipuð verk og eins þegar skipta þarf upp áætlunum í verkhluta.  Þá geta notendur útbúið sniðmát að áætlunum sem þeir geta endurnýtt að vild.
Úr lista áætlana, sem er listi yfir öll verk notanda í kerfinu, er hægt að velja hvaða verk notandinn vill afrita og nota sem grunn að nýrri áætlun.

Kerfið býður einnig upp á að prenta kostnaðaráætlanirnar, tilboðið, útboðið eða verklýsingarnar beint inn á svæðið Gögn í þessum sama kafla og er það gert á sama hátt og lýst er hér á undan, nema að þá er hægra PDF merkið valið og færast þá gögnin beint inn á það svæði (undirkafla) í PDF formi. Þar eru þau geymd í PDF-formi og þjóna því hlutverki að vera öryggisafrit, þar sem þeim verður ekki breytt, á meðan gögnunum sem eru á svæðinu “Nákvæmar kostnaðaráætlanir, tilboð og útboð” má breyta hvenær sem er, af þeim sem hefur fullan aðgang að verkinu.

Magntöluskrá útboðsins má einnig vista með einni skipun inn á svæðið Gögn í kaflanum “Magntölur” í Samningsflokknum til frekari vinnslu þar, en þær verða þá hluti af heildarútboðsgögnum fyrir verkið. Sama má gera við verklýsingarnar sem fara inn á svæðið Gögn í kaflanum Verklýsingar í Samningsflokknum. Þetta er gert með því að velja hægra PDF merkið og síðan skipun sem vísar á þessi svæði á hvorum staðnum fyrir sig. Sjá nánar lýsingu á kafla “2.1 Útboð”


1.4 Verksamningar á undirbúningsstigi:

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir gerð verksamninga
 • Verksamningur við hönnuð, tillaga
 • Verksamningur við hönnunarstjóra, tillaga
 • Verksamningur við ráðgjafa, tillaga
 • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

Hér er að finna form til að nota við gerð verksamninga. Verksamningar þessir eru hugsaðir sem hjálpargögn fyrir þá sem þurfa að láta hanna eitthvað eða sjá um hönnun eða aðra ráðgjöf á sviði bygginga.

Nota má samningform þessi þannig að samningsaðilar fylla í þær eyður sem eru á samningsformunum og undirrita síðan samningana, eða hafa þau til hliðsjónar við gerð eigin verksamninga.

Samningunum þarf að fylgja nánari lýsing á því verki sem samið er um, þar sem fram kemur umfang og útfærsla og upplýsingar um gæðakerfi viðkomandi, allt eftir því sem við á, svo og önnur gögn sem ákveðið er að skuli vera hluti af viðkomandi verksamningi og nefnd eru í honum. Í undantekningartilvikum nægir að gera grein fyrir verkinu í texta í 1. grein samningsins, og þá helst ef um smá verk er að ræða.

Í 3 grein segir til um verðbætur.  Þegar á verk eru reiknaðar verðbætur er oftast miðað við vísitölu byggingarkostnaðar. Þegar verðlag er stöðugt og þegar um smáverk er að ræða sem tekur stuttan tíma, getur verið óþarft að semja um sérstakar verðbætur fyrir verk.

Við minni verk eru 5 og 6 greinin einnig oft taldar óþarfar, þar sem hætta á tjóni vegna vanefnda verktaka er þá einnig lítil.

Öll fylgiskjöl með samningum verður að telja upp samviskusamlega, þar sem þau eru hluti af samningnum.

Notandinn getur breytt þessum staðlaða samningi að vild eða eytt textanum og sett inn sinn eiginn texta. Samninga má setja inn á svæðið Gögn í kaflanum með PDF takkanum með diskettunni. Einnig getur hann sett hér inn utanaðkomandi samning sé hann í tölvutæku formi. Samninga má einnig prenta út, t.d. í tvíriti og undirrita af samningsaðilum, ásamt vottum að réttri undirskrift og vista síðan inn á svæðið Gögn. Hægt er að fletta upp á þessum gögnum hvenær sem er og prenta þau út. Einnig getur sá sem hefur fullan aðgang að kerfinu eytt þeim.


1.5 Hönnun:

1.05.1 HönnunÞessi liður inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir þá liði sem koma fyrir í kaflanum
 • Aðalhönnuður
  • Gæðakerfi aðalhönnuðar, form og tillaga að gæðakerfi
  • Teikningar í vinnslu
 • Burðarþolshönnuður
  • Gæðakerfi burðarþolshönnuðar, form og tillaga að gæðakerfi
  • Teikningar í vinnslu
 • Lagnahönnuður
  • Gæðakerfi lagnahönnuðar, form og tillaga að gæðakerfi
  • Teikningar í vinnslu
 • Hönnuður raforkuvirkis
  • Gæðakerfi raforkuhönnuðar, form og tillaga að gæðakerfi
  • Teikningar í vinnslu
 • Aðrir hönnuðir
  • Gæðakerfi annarra hönnuða, form og tillaga að gæðakerfi
  • Teikningar í vinnslu
 • Greinargerð hönnuðar
 • Umsókn um byggingaleyfi, eyðublað
 • Umfjöllun um umsókn byggingaleyfis
 • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum

Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.

 

Gæðakerfi hönnuða

 1. Þrep – Gæðahandbókin1.05.3 Gæðahandbók hönnuðar

Gæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Í þessum tilgangi er hönnuðum gert að skyldu í áður nefndum lögum og reglugerð að nota gæðakerfi við hönnun sína sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun.  Gæðahandbók BYGG-kerfisins uppfyllir þær kröfur.

Stofnun og viðhald gæðakerfa BYGG-kerfisins fer fram frá vali sem nefnist “Gæðakerfi – stofnun og viðhald” og lýst er hér á undan, sjá lýsinguna í kaflanum “Að byrja”.  Hér skal hins vegar lýst því hvernig unnið er með gæðakerfið í einstökum verkum, en það er nefnt þrep 2 í gæðakerfinu.

 

2. Þrep – Skráning í gæðakerfinu 

Til að skrá gæðakerfi einstakra verka þá þurfa upplýsingar að liggja fyrir um verkið, svo sem nafn verksins og eigandans, verknúmer, staður, hvort verkið sé byggingarleyfisskylt o.s.frv. Þessar upplýsingar eru skráðar í BYGG-kerfinu í kafla nr. „1.1 Yfirlit yfir verkið“ og þar á svæði sem nefnist „Grunnupplýsingar um verkið“.

Eftir að notandi hefur skráð gæðakerfi sitt þá kemur það sjálfkrafa upp næst þegar hann skráir sig sem ábyrgðaraðila verks á sama sviði (hönnuður, byggingarstjóri osfrv.). Einnig koma sjálfkrafa fram valdar grunnupplýsingar sama verks frá áðurnefndum grunnupplýsingum þegar þær hafa verið skráðar í kafla 1.1.

Ekki skal breyta gæðakerfinu í einstökum verkum frá því kerfi sem samþykkt hefur verið, nema í Flokki C, þar eru færðar inn samþykktar sérkröfur verkkaupa í viðkomandi verki ef um er að ræða. Breytingar á gæðakerfinu eru unnar frá valinu „Gæðakerfi – Skráning og viðhald“, eins og áður hefur komið fram.

Gátlistar eru veigamikil gögn í þrepi 2, en þar er merkt við þætti verksins jafnóðum og þeir klárast og eiga þeir að vera útfylltir að fullu í verklok, þ.e. þeir þættir gátlistanna sem eiga við í verkinu.Skráning í gæðakerfinu

Hægt er hvenær sem er að fletta upp á leiðbeiningum um notkun gæðakerfsiins á heimasíðu Hannarrs og einnig má horfa á video sem eru á heimasíðunni undir nafninu „Tölvukerfi – myndbönd“.

Lög 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 gera kröfu um þessa eftirfylgni í einstökum verkum.

Gæðakerfi fyrirtækis:

Þegar fyrirtæki skráir verk í gæðakerfi sínu, þá skráir það grunnupplýsingar verksins í BYGG-kerfinu í kafla „1.1 Yfirlit yfir verkið“, eins og nefnt er hér á undan. Gæta skal þess að skrá þar alla þá liði sem koma fyrir í reitnum „Grunnupllýsingar um verkið“. Sumar af þessum upplýsingum birtast síðan sjálfkrafa í gæðakerfi verksins í reit sem ber nafnið Grunnupplýsingar.

Opnað er á aðgang Mannvirkjastofnunar að gæðakerfi verksins og færð inn „Síðasta dagsetning“. náð er í nafn þess einstaklings (rétthafa) sem á að vinna undir gæðakerfinu, en hann hefur áður verið skráður undir “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald”.  Undir valinu “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” skráir ábyrgðaraðili hvert leyfisskylt verk sem hann ber ábyrgð á.   Þar skráir ábyrgðaraðilinn einnig samskipti sín við Mannvirkjastofnun vegna gæðakerfis verksins eftir því sem við á.

.

Gæðakerfi einstaklings:Gæðakerfi einstaklings er unnið eins og er eini munurinn að nafn eintaklingsins er nú ábyrgðaraðili og hann getur ekki skráð aðra einstaklinga í kerfið.

Að þessu uppfylltu þá er gæðakerfið samþykkt af verkkaupa og ábyrgðaraðila gæðakerfisins og verður hluti af samningi þeirra í verkinu. .

Hvernig einstök verk eru skráð í gæðakerfinu

Ábyrgðaraðili gæðakerfisins skráir ahugasemdir við hvern þátt gæðakerfisins í flokki A, B og C, í þrepi 2. á meða á verki stendur eftir því sem við á.  Hann skráir hvernig hverjum þætti kerfisins er framfylgt og hvort því er framfylgt á þann hátt sem samþykkt gæðakerfi segir til um.

Verkkaupi hefur aðgang að gæðakerfinu og skráningum verksins þar. Hann fylgist með og sannreynir þessar skráningar og gerir athugasemdir ef hann telur ástæðu til.

Eftirlitsaðilar Mannvirkjastofnunar hafa einnig aðgang að gæðastjórnunarkerfunum til reglulegra úttekta á innra eftirliti gæðakerfanna og á því hvernig gæðakerfunum er framfylgt í einstökum verkum.

Þessar úttektir geta leitt til ábendinga eftirlitsaðila um að eitthvað sé áfátt, eitthvað þurfi lagfæringar við innan tiltekis tímafrests eða til kröfu um tafarlausar lagfæringar.

Eftirfylgni ábyrgðaraðila (notanda) fer fram á þrjá vegu: Með skráningu Með vistun gagna inn í kerfið Með tilvísun í gögn í BYGG-kerfinu.Við hvern þátt er skráð umsögn og gildir það fyrir alla flokkana nema Almenna flokkinn.  Öll skráning í þeim flokki fer í gegnum skipunina “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” eins og breytingar á sjálfu gæðakerfinu.  Vista má gögn inn í hvern þátt í Flokkum A, B og C og að auki má í Flokki B fletta upp á völdum upplýsingum og gögnum í BYGG-kerfinu sjálfu.

Með þessu er verið að tryggja að eftirfylgnin uppfylli kröfur um gæði, lög og reglugerðir.

Gert er ráð fyrir að verkkaupi taki strax upp við ábyrgðaraðila, hugsanleg frávik sem upp koma við framkvæmd gæðakerfisins, í þeim tilgangi að á þeim sé ráðin bót, eða tekið sé á þeim á annan þann hátt sem lög og samningar gera ráð fyrir.

Síðasta færsla í gæðakerfinu skal sýna framkvæmdina í verklok og skal innihalda öll fylgiskjöl sem nefnd eru í kerfinu sem máli skipta.

Teikningar í vinnslu

Fyrsta skrefið í því ferli að öðlast leyfi til framkvæmda er að leggja fram teikningar af framkvæmdinni ásamt rökstuðningi frá viðkomandi hönnuði vegna yfirferða byggingaryfirvalda á teikningum hans, byggingaráformum og umsókn um byggingarleyfi. Í þessum kafla um hönnuði, er að finna eyðublöð til að nota við rökstuðning hönnuðar, til að útbúa umsókn um byggingarleyfi og til að nota við gæðastjórnun.

Á meðan unnið er við teikningar þá getur hönnuður vistað teikningar sínar á sínu svæði undir liðnum Teikningar í vinnslu.  Þar getur hönnunarstjóri gengið að þeim til yfirferðar og samþykktar.  Eftir að teikningar hafa verið samþykktar af byggingarstjóra og byggingaryfirvöldum á staðnum þá eru þær vistaðar á Samningssvæðinu undir kafla 2.4 Teikningar og önnur hönnunargögn, sjá leiðbeiningar með þeim kafla.  Eftir það eru nýjar og breyttar teikningar vistaðar í kafla 3.3 Breyttar teikningar.

Í þessum kafla, 1.5 Hönnun, er líka að finna svæði þar sem gert er ráð fyrir að samþykki á byggingaráformum sé vistað, eftir að það liggur fyrir o.fl.


1.6 Hönnunarstjóri:

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir þá liði sem koma fyrir í kaflanum
 • Skráningu hönnunarstjóra, eyðublað
 • Hönnunarstjóraskipti, eyðublað
 • Greinargerð hönnunarstjóra, eyðublað
 • Gæðakerfi hönnunarstjóra, form og tillaga að gæðakerfi
 • Dagbók hönnunarstjóra, eyðublað
 • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra kaflanum1.06.2 Skráning hönnunarstjóra

Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.

Við umsókn um byggingarleyfi skal eigandi væntanlegs mannvirkis tilnefna hönnunarstjóra framkvæmdarinnar samkvæmt 23 gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hans hlutverk er að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð á því að samræming aðaluppdrátta, séruppdrátta og annarra hönnunargagna fari fram.

Í þessum kafla um hönnunarstjóra, er að finna eyðublöð til að nota við skráningu á hönnunarstjóra, við skráningu á hönnunarstjóraskiptum, til skráningar á greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða og til að nota við gæðastjórnun hönnunarstjóra.

Eftir að teikningar hafa verið yfirfarnar og samþykktar af byggingaryfirvöldum, eru þær vistaðar á Samningssvæðinu undir kafla 2.4 Teikningar og önnur hönnunargögn, sjá leiðbeiningar með þeim kafla. Hönnunarstjórinn bera ábyrgð á því að allar gildandi teikningar hafi verið vistaðr á þessu svæði við upphaf framkvæmda, en þær eru hluti af samningi verktaka og verkkaupa um framkvæmd verksins og þurfa að vera aðgengilegar sem slíkar. Teikningar sem gerðar eru eftir það skulu vistast í kafla 3.3 Breyttar teikningar, á Framkvæmdasvæðinu.

 

Gæðakerfi hönnunarstjóra

 

1. Þrep – Gæðahandbókin1.05.3 Gæðahandbók hönnuðar

Gæðastjórnun felst í að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru, t.d. í lögum og í reglugerðum. Í þessum tilgangi er hönnuðum gert að skyldu í áður nefndum lögum og reglugerð að nota gæðakerfi við hönnun sína sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun.  Gæðahandbók BYGG-kerfisins uppfyllir þær kröfur.

Stofnun og viðhald gæðakerfa BYGG-kerfisins fer fram frá vali sem nefnist “Gæðakerfi – stofnun og viðhald” og lýst er hér á undan, sjá lýsinguna í kaflanum “Að byrja”.  Hér skal hins vegar lýst því hvernig unnið er með gæðakerfið í einstökum verkum, en það er nefnt þrep 2 í gæðakerfinu.

 

2. Þrep – Skráning í gæðakerfinu 

Til að skrá gæðakerfi einstakra verka þá þurfa upplýsingar að liggja fyrir um verkið, svo sem nafn verksins og eigandans, verknúmer, staður, hvort verkið sé byggingarleyfisskylt o.s.frv. Þessar upplýsingar eru skráðar í BYGG-kerfinu í kafla nr. „1.1 Yfirlit yfir verkið“ og þar á svæði sem nefnist „Grunnupplýsingar um verkið“.

Eftir að notandi hefur skráð gæðakerfi sitt þá kemur það sjálfkrafa upp næst þegar hann skráir sig sem ábyrgðaraðila verks á sama sviði (hönnuður, byggingarstjóri osfrv.). Einnig koma sjálfkrafa fram valdar grunnupplýsingar sama verks frá áðurnefndum grunnupplýsingum þegar þær hafa verið skráðar í kafla 1.1.

Ekki skal breyta gæðakerfinu í einstökum verkum frá því kerfi sem samþykkt hefur verið, nema í Flokki C, þar eru færðar inn samþykktar sérkröfur verkkaupa í viðkomandi verki ef um er að ræða. Breytingar á gæðakerfinu eru unnar frá valinu „Gæðakerfi – Skráning og viðhald“, eins og áður hefur komið fram.

Gátlistar eru veigamikil gögn í þrepi 2, en þar er merkt við þætti verksins jafnóðum og þeir klárast og eiga þeir að vera útfylltir að fullu í verklok, þ.e. þeir þættir gátlistanna sem eiga við í verkinu.Skráning í gæðakerfinu

Hægt er hvenær sem er að fletta upp á leiðbeiningum um notkun gæðakerfsiins á heimasíðu Hannarrs og einnig má horfa á video sem eru á heimasíðunni undir nafninu „Tölvukerfi – myndbönd“.

Lög 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012 gera kröfu um þessa eftirfylgni í einstökum verkum.

Gæðakerfi fyrirtækis:

Þegar fyrirtæki skráir verk í gæðakerfi sínu, þá skráir það grunnupplýsingar verksins í BYGG-kerfinu í kafla „1.1 Yfirlit yfir verkið“, eins og nefnt er hér á undan. Gæta skal þess að skrá þar alla þá liði sem koma fyrir í reitnum „Grunnupllýsingar um verkið“. Sumar af þessum upplýsingum birtast síðan sjálfkrafa í gæðakerfi verksins í reit sem ber nafnið Grunnupplýsingar.

Opnað er á aðgang Mannvirkjastofnunar að gæðakerfi verksins og færð inn „Síðasta dagsetning“. náð er í nafn þess einstaklings (rétthafa) sem á að vinna undir gæðakerfinu, en hann hefur áður verið skráður undir “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald”.  Undir valinu “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” skráir ábyrgðaraðili hvert leyfisskylt verk sem hann ber ábyrgð á.   Þar skráir ábyrgðaraðilinn einnig samskipti sín við Mannvirkjastofnun vegna gæðakerfis verksins eftir því sem við á.

Gæðakerfi einstaklings:Gæðakerfi einstaklings er unnið eins og er eini munurinn að nafn eintaklingsins er nú ábyrgðaraðili og hann getur ekki skráð aðra einstaklinga í kerfið.

Að þessu uppfylltu þá er gæðakerfið samþykkt af verkkaupa og ábyrgðaraðila gæðakerfisins og verður hluti af samningi þeirra í verkinu.

Hvernig einstök verk eru skráð í gæðakerfinu

Ábyrgðaraðili gæðakerfisins skráir ahugasemdir við hvern þátt gæðakerfisins í flokki A, B og C, í þrepi 2. á meða á verki stendur eftir því sem við á.  Hann skráir hvernig hverjum þætti kerfisins er framfylgt og hvort því er framfylgt á þann hátt sem samþykkt gæðakerfi segir til um.

Verkkaupi hefur aðgang að gæðakerfinu og skráningum verksins þar. Hann fylgist með og sannreynir þessar skráningar og gerir athugasemdir ef hann telur ástæðu til.

Eftirlitsaðilar Mannvirkjastofnunar hafa einnig aðgang að gæðastjórnunarkerfunum til reglulegra úttekta á innra eftirliti gæðakerfanna og á því hvernig gæðakerfunum er framfylgt í einstökum verkum.

Þessar úttektir geta leitt til ábendinga eftirlitsaðila um að eitthvað sé áfátt, eitthvað þurfi lagfæringar við innan tiltekis tímafrests eða til kröfu um tafarlausar lagfæringar.

Eftirfylgni ábyrgðaraðila (notanda) fer fram á þrjá vegu:

Með skráningu
Með vistun gagna inn í kerfið
Með tilvísun í gögn í BYGG-kerfinu.

Við hvern þátt er skráð umsögn og gildir það fyrir alla flokkana nema Almenna flokkinn.  Öll skráning í þeim flokki fer í gegnum skipunina “Gæðakerfi – Stofnun og viðhald” eins og breytingar á sjálfu gæðakerfinu.  Vista má gögn inn í hvern þátt í Flokkum A, B og C og að auki má í Flokki B fletta upp á völdum upplýsingum og gögnum í BYGG-kerfinu sjálfu.

Með þessu er verið að tryggja að eftirfylgnin uppfylli kröfur um gæði, lög og reglugerðir.

Gert er ráð fyrir að verkkaupi taki strax upp við ábyrgðaraðila, hugsanleg frávik sem upp koma við framkvæmd gæðakerfisins, í þeim tilgangi að á þeim sé ráðin bót, eða tekið sé á þeim á annan þann hátt sem lög og samningar gera ráð fyrir.

Síðasta færsla í gæðakerfinu skal sýna framkvæmdina í verklok og skal innihalda öll fylgiskjöl sem nefnd eru í kerfinu sem máli skipta.

Dagbók:

Í þessum kafla er svæði sem nefnist Dagbók hönnunarstjóra, þar sem hönnunarstjóri getur haldið utan um þær upplýsingar sem hann telur ástæðu til á meðan á verki stendur.  Í dagbók þessa færast sjálfkrafa grunnupplýsingar verksins og upplýsingar um hönnuði verksins.


1.7 Gátlistar:

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir þá liði sem koma fyrir í kaflanum
 • 1. Gátlista aðaluppdrátta
 • 2. Almennan gátlista séruppdrátta.
 • 3. Gátlista burðarvirkisuppdrátta
 • 4. Gátlista lagnauppdrátta
 • Gögn, form fyrir vistun gagna sem tilheyra þessum kafla1.07.1 Gátlisti hönnuða

Fremst í þessum kafla eru leiðbeiningar sem segja til um hvaða gögn eru í kaflanum og hvernig skuli vinna með þau, ásamt tilvitnunum í Mannvirkjalög nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012, um atriði sem snerta málefni þessa kafla sérstaklega.

Hér er að finna form til að nota við tékkun á því hvort mismunandi hönnunargögn uppfylli lög og reglugerði. Gátlistar þessir eru hugsaðir sem hjálpargögn fyrir hönnuði og hönnunarstjóra í þessari viðleitni.  Einnig má nota þessa gátlista sem fylgigögn með teikningum, þar sem á þeim kemur fram hvað hafi verið athugað og hvað standist kröfur Mannvirkjalaga og Byggingarreglugerðar.

Gátlistarnir eru notaðir þannig að notandinn merkir við þá liði sem athugaðir hafa verið og eru í lagi að mati hans og að auki færir hann inn athugasemdir yfir það sem hann telur að rétt sé að fram komi og ekki er gert ráð fyrir í gátlistanum. Hann undirritar síðan gátlistann og lætur hann fylgja með viðkomandi teikningum til byggingaryfirvalda.

Úr byggingarreglugerð nr 112/2012:

“4.2 kafli. Hönnunargögn

Gr. 4.2.1 Almennar kröfur.

Mannvirki skulu hönnuð á faglega fullnægjandi hátt í samræmi við viðurkenndar venjur, staðla og ákvæði laga og reglugerða um mannvirki og mannvirkjagerð. Í allri framkvæmd við mannvirkjagerð skal gæta þess að nauðsynleg undirbúningsvinna, s.s. verkskipulag, fari fram áður en verk hefst. Á verktíma skal viðkomandi hönnuður og hönnunarstjóri gæta þess að allar samþykktar breytingar á hönnun séu skráðar á uppdrætti. Hönnunargögn skulu vera á íslensku nema leyfisveitandi samþykki annað.

Gr. 4.2.2 Almennt um hönnunargögn.

Hönnunargögn bygginga og annarra mannvirkja greinast í uppdrætti og fylgiskjöl. Uppdrættir greinast í aðaluppdrætti, séruppdrætti, hlutauppdrætti og deiliuppdrætti. Til fylgiskjala heyra m.a. byggingarlýsingar, skráningartafla, verklýsingar, greinargerðir, ýmiss skrifleg fyrirmæli, forsendur og útreikningar þar sem gerð er nánari grein fyrir einstökum atriðum sem fram koma á uppdráttum og útfærslu þeirra í smáatriðum. Skráningartöflu samkvæmt reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum, nr. 910/2000, skal skila sem fylgiskjali. Leyfisveitandi getur krafist þess að skráningartöflu og fylgiskjölum sé skilað á tölvutæku formi. Varðveita skal eitt eintak allra samþykktra uppdrátta af mannvirkjum hjá viðkomandi leyfisveitanda. Hvert eintak skal undirritað af hönnuði og samþykkt og áritað af leyfisveitanda. Fylgiskjöl skulu einnig undirrituð af viðkomandi hönnuði og varðveitt á sama hátt.

Gr. 4.2.3 Almennt um uppdrætti.

Öllum uppdráttum skal skila, samkvæmt ákvörðum leyfisveitanda, á haldgóðum pappír eða á rafrænu formi. Uppdrættir skulu vera skýrir og skipulega fram settir. Þannig skal frá uppdráttum á pappír gengið að þeir máist ekki við geymslu. Við gerð allra uppdrátta skal nota þau tákn sem gildandi og leiðbeinandi staðlar gera ráð fyrir. Stærðir uppdrátta skulu vera skv. ÍST 1, þ.e. A0, A1, A2 eða A3. Efst í hægra horni skal afmarkaður 70 mm hár og 100 mm breiður reitur til áritunar fyrir byggingarfulltrúa. Nafnreitur skal vera neðst í hægra horni uppdráttar innan ramma. Í nafnreit skal skrá heiti þess sem teiknað er, þ.e. götu og númer og annað auðkennisheiti sé það fyrir hendi, mælikvarða, númer uppdráttar og undirritunardag uppdráttar. Með undirritun hönnuðar á uppdrátt skal einnig rituð kennitala hans. Í nafnreit skal gert ráð fyrir reit fyrir undirritun hönnunarstjóra. Breytingar á uppdrætti skal tölusetja, dagsetja og undirrita í sérstökum reit ofan nafnreits og geta með athugasemd í hverju breytingin felst. Jafnframt skal koma fram í nafnreit auðkenni sem gefur til kynna að teikningu hafi verið breytt. Uppdrætti skal gera í mælikvörðum 1:500, 1:200, 1:100, 1:50, 1:20, 1:10, 1:5 og/eða 1:1.“


1.8 Fundargerðir

Þessi undirkafli inniheldur:

 • Leiðbeiningar fyrir undirliði þessa kaflan.
 • Fundargerðir, eyðublað
 • Gögn, autt form fyrir vistun annarra gagna sem tilheyra kaflanum

Fundi skal halda reglulega á meðan á hönnun stendur, nema aðilar komi sér saman um annað.  Fundargerðir ritar hönnunarstjóri, verkkaupi eða einhver annar sem aðilar hafa komið sér saman um.  Hann færir fundargerðir inn í BYGG-kerfið a.m.k. 2 dögum fyrir næsta fund. Þar eiga fundarmenn að hafa aðgang að fundargerðum eftir það til aflestrar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við fundargerðina á næsta fundi á eftir, teljast samþykkir henni.  Fundargerðir þessar skulu vera aðgengilegar í BYGG-kerfinu á meðan á verki setendur og fram yfir ábyrgðartíma hönnuða og hönnunarstjóra á verkinu.

Í BYGG-kerfinu er eyðublað fyrir skráningu fundagerða þessara.  Eyðublaðið má nota með því að fylla í eyður þess eða með því að breyta því á annan hátt, en einnig getur notandinn fært inn fundargerðirnar á annan þann hátt sem hann ákveður.

Fundargerðir eru færðar inn í kerfið með því að nota skipunina “Browse´” í reitnum Hlaða upp fundargerð. Þeim skal hlaða inn sem PDF-skjali eða myndum með skipuninni “Browse”.

Heppilegast er að geyma fundargerðir undir númerum funda og dagsetningum. Fundargerðir þessar má prenta út að vild eins og önnur gögn BYGG-kerfisins.

Á sama hátt má færa inn fylgigögn með fundargerðum.


1.9 Annað:

Þetta er svæði til að halda utan um annað en gert er ráð fyrir undir öðrum liðum hér á undan og tilheyrir undirbúningnum. Þetta geta t.d. verið samningar um eitthvað sem snertir framkvæmdina sem verkkaupinn vill ekki að birtist öðrum sem nota kerfið.

 

Þá er undirbúningi lokið og komið að því að leita að og semja við aðila til að framkvæma verkið !